Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2022 22:55 Frá Maríupol. Borgin er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa, sem hafa setið um borgina svo vikum skiptir. AP Photo/Evgeniy Maloletka Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30