Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2022 22:55 Frá Maríupol. Borgin er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa, sem hafa setið um borgina svo vikum skiptir. AP Photo/Evgeniy Maloletka Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30