Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 07:51 Í framhaldsskóla hafa um átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna, að því er fram kemur í skýrslunni. Getty Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára. Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára.
Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira