Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 07:51 Í framhaldsskóla hafa um átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna, að því er fram kemur í skýrslunni. Getty Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára. Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára.
Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira