Tíu atriði sem við getum gert svo miklu betur í borginni Þorkell Sigurlaugsson skrifar 17. mars 2022 20:01 Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun