Landsvirkjun fyrir almannahag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:31 Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landsvirkjun Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Lífeyrissjóðir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun