Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:27 Selenskí skrifaði undir umsóknina í dag, Mynd/Twitter Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00
Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“