Sakamaður óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. febrúar 2022 06:00 Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun