Sakamaður óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. febrúar 2022 06:00 Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun