Mun Borgarlínan setja sveitarfélög og höfuðborg skáhallt á hausinn? Elías B. Elíasson skrifar 4. febrúar 2022 15:01 Þessi spurning kom upp í samtali í vinahópnum og leitast ég hér við að svara henni út frá þeim kostnaði og afleiddum kostnaði sem af henni hlýst. Borgarlína er rándýrt fyrirbrigði eins og ég hef komið að áður í fyrri greinum mínum eða lágmark 60 milljarðar og þá er ekki tekið inn kostnaður við rekstur og afleiddur kostnaður vegna umferðartafa sem munu óhjákvæmlega aukast. Á sama tíma eigum við að borga kostnað sem af Covid hefur hlotist með spá um um aukna verðbólgu. Það hlýtur að vera öllum heilbrigðum mönnum ljóst að við stefnum í algjört óefni með óbreytt plön. Við þurfum nefnilega líka að reka grunnþjónustu, skóla, heilsugæslu, heima og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða svo eitthvað smátt eitt er nefnd og þar skortir fjármagn. Það er ekki lítið mál þegar sveitarfélögin, þar sem nær tveir þriðju þjóðarinnar búa, ákveða að leggja út í svo stóra fjárfestingu og ráða á sama tíma ekki við nema brot af henni. Mér stendur að sjálfsögðu ekki á sama og það væri óskandi að fleiri myndu sjá í hvaða óefni við erum að stefna. Þá er ekki nefndar nógu oft allar umferðartafirnar sem af þessu brölti leiðir og kosta okkur almenning ómældan tíma til ferðast frá A til B. Tíma sem ungar fjölskyldur með börn hafa ekki nóg af til að sinna grunnþörfum sínum og sinna nánustu. Það er á plani að þétta eigi höfuðborgarsvæðið svo mikið fyrir Borgarlínuna að umferðin hreinlega komist ekki fyrir. Það verða allar, bæði aðalgötur og íbúðagötur allt frá Laugarnesi suður um Kópavog sneisafullar af bílum sem sniglast áfram í einni kös. Einhvers staðar þarf að vera hægt að finna greiðfæra leið milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, þar sem bílarnir keyra áfram með góðum jöfnum hraða. Það er ófært að svo þröngt sé um umferðina á aðalgötunum að hún leiti út í íbúðarhverfin þar sem börn eru við leik. Flest ungt fólk dreymir um að kaupa sér fyrst íbúð og svo bíl þegar það efnast, nema auðvitað einstæðir foreldrar sem flest velja að gera þetta í öfugri röð, nema það er lítil von að geta keypt sér íbúð í dag sem er annar fylgifiskur Borgarlínunnar. Það er dýrt að byggja og enn dýrara að kaupa þar sem hún á að liggja og aðeins fyrir þá efnameiri. Aðrir mega búa heima hjá foreldrum. Fólk sem á gæludýr þarf líka að eiga bíl því það er langur vegur að fara á næsta svæði þar sem hundar mega hlaupa frjálsir. Það er langur vegur í alla þjónustu hér í höfuðborginni. Marga dreymir um bústað þar sem bæði er hægt að geyma bílinn en stutt í verslun og þjónustu og gjarnan má vera smá grasblettur útiveru. Þeir flytja því í úthverfin með bíl og buru. Það er viðbúið. Við, venjulega fólkið sitjum uppi með reikninginn fyrir Borgarlínuna. Hvíldartíminn verður styttri og þreytan safnast upp. Svo eru það mislægu gatnamótin. Þau eru víst svo ljót að það verður að grafa þau ofan í jörð með steyptum veggjum upp úr og niður úr. Síðan verður að grafa djúpan skurð milli þeirra og steypa í hann stokk sem verður eins og kílómetris há íbúðarblokk á hliðinni með þykkum veggjum, moka svo yfir allt saman og hafa akbraut fyrir Borgarlínu efst. Þá skal setja lóðir við stokkinn og fjölga þar blokkum með löngu skuggavarpi sem byggðar eru yfir niðurgrafna bílakjallara. Þetta er mikil steypa. Væri ekki nær að byggja fremur blokkirnar þar sem ódýrara land er fyrir hendi og hagkvæmara að byggja svo einstæðu foreldrarnir hafi smá möguleika? Nóg er landrýmið á Íslandi og góður slatti eftir á höfuðborgarsvæðinu. Þessi ofur áhersla á rándýra Borgarlínu, meðan skólarnir mygla, dagheimilismál eru í ólestri víða og fólk sem á í vaxandi vandræðum með að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið er farið að ganga ansi langt. Borgarlínan mun gjörbreyta ásýnd borgar til hins verra og setja borgarsjóðinn skáhallt á hausinn. Enginn peningur verður eftir til að koma til móts við þær þarfir sem borgarlínan mun skapa þegar öllu hefur verið eytt í byggingu hennar og steypta stokka. Blöðin segja líka að til séu miklu ódýrari leiðir til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Má ekki hlusta á þær raddir? Það er ekki bara fjárhagsþátturinn heldur líka mannlegi þátturinn sem hefur orðið út undan vegna ofur þungrar áherslu á Borgarlínuna. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þessi spurning kom upp í samtali í vinahópnum og leitast ég hér við að svara henni út frá þeim kostnaði og afleiddum kostnaði sem af henni hlýst. Borgarlína er rándýrt fyrirbrigði eins og ég hef komið að áður í fyrri greinum mínum eða lágmark 60 milljarðar og þá er ekki tekið inn kostnaður við rekstur og afleiddur kostnaður vegna umferðartafa sem munu óhjákvæmlega aukast. Á sama tíma eigum við að borga kostnað sem af Covid hefur hlotist með spá um um aukna verðbólgu. Það hlýtur að vera öllum heilbrigðum mönnum ljóst að við stefnum í algjört óefni með óbreytt plön. Við þurfum nefnilega líka að reka grunnþjónustu, skóla, heilsugæslu, heima og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða svo eitthvað smátt eitt er nefnd og þar skortir fjármagn. Það er ekki lítið mál þegar sveitarfélögin, þar sem nær tveir þriðju þjóðarinnar búa, ákveða að leggja út í svo stóra fjárfestingu og ráða á sama tíma ekki við nema brot af henni. Mér stendur að sjálfsögðu ekki á sama og það væri óskandi að fleiri myndu sjá í hvaða óefni við erum að stefna. Þá er ekki nefndar nógu oft allar umferðartafirnar sem af þessu brölti leiðir og kosta okkur almenning ómældan tíma til ferðast frá A til B. Tíma sem ungar fjölskyldur með börn hafa ekki nóg af til að sinna grunnþörfum sínum og sinna nánustu. Það er á plani að þétta eigi höfuðborgarsvæðið svo mikið fyrir Borgarlínuna að umferðin hreinlega komist ekki fyrir. Það verða allar, bæði aðalgötur og íbúðagötur allt frá Laugarnesi suður um Kópavog sneisafullar af bílum sem sniglast áfram í einni kös. Einhvers staðar þarf að vera hægt að finna greiðfæra leið milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, þar sem bílarnir keyra áfram með góðum jöfnum hraða. Það er ófært að svo þröngt sé um umferðina á aðalgötunum að hún leiti út í íbúðarhverfin þar sem börn eru við leik. Flest ungt fólk dreymir um að kaupa sér fyrst íbúð og svo bíl þegar það efnast, nema auðvitað einstæðir foreldrar sem flest velja að gera þetta í öfugri röð, nema það er lítil von að geta keypt sér íbúð í dag sem er annar fylgifiskur Borgarlínunnar. Það er dýrt að byggja og enn dýrara að kaupa þar sem hún á að liggja og aðeins fyrir þá efnameiri. Aðrir mega búa heima hjá foreldrum. Fólk sem á gæludýr þarf líka að eiga bíl því það er langur vegur að fara á næsta svæði þar sem hundar mega hlaupa frjálsir. Það er langur vegur í alla þjónustu hér í höfuðborginni. Marga dreymir um bústað þar sem bæði er hægt að geyma bílinn en stutt í verslun og þjónustu og gjarnan má vera smá grasblettur útiveru. Þeir flytja því í úthverfin með bíl og buru. Það er viðbúið. Við, venjulega fólkið sitjum uppi með reikninginn fyrir Borgarlínuna. Hvíldartíminn verður styttri og þreytan safnast upp. Svo eru það mislægu gatnamótin. Þau eru víst svo ljót að það verður að grafa þau ofan í jörð með steyptum veggjum upp úr og niður úr. Síðan verður að grafa djúpan skurð milli þeirra og steypa í hann stokk sem verður eins og kílómetris há íbúðarblokk á hliðinni með þykkum veggjum, moka svo yfir allt saman og hafa akbraut fyrir Borgarlínu efst. Þá skal setja lóðir við stokkinn og fjölga þar blokkum með löngu skuggavarpi sem byggðar eru yfir niðurgrafna bílakjallara. Þetta er mikil steypa. Væri ekki nær að byggja fremur blokkirnar þar sem ódýrara land er fyrir hendi og hagkvæmara að byggja svo einstæðu foreldrarnir hafi smá möguleika? Nóg er landrýmið á Íslandi og góður slatti eftir á höfuðborgarsvæðinu. Þessi ofur áhersla á rándýra Borgarlínu, meðan skólarnir mygla, dagheimilismál eru í ólestri víða og fólk sem á í vaxandi vandræðum með að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið er farið að ganga ansi langt. Borgarlínan mun gjörbreyta ásýnd borgar til hins verra og setja borgarsjóðinn skáhallt á hausinn. Enginn peningur verður eftir til að koma til móts við þær þarfir sem borgarlínan mun skapa þegar öllu hefur verið eytt í byggingu hennar og steypta stokka. Blöðin segja líka að til séu miklu ódýrari leiðir til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Má ekki hlusta á þær raddir? Það er ekki bara fjárhagsþátturinn heldur líka mannlegi þátturinn sem hefur orðið út undan vegna ofur þungrar áherslu á Borgarlínuna. Höfundur er verkfræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun