Átta staðreyndir um leikskólana í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 31. janúar 2022 12:30 Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun