Segja Biden munu standa við loforð um að tilnefna svarta konu Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2022 07:53 Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gær. AP Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni standi við áður gefin loforð um að tilnefna svarta konu í stól hæstaréttardómara, nú þegar staða dómarans Stephen Breyer losnar í júní næstkomandi. Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51