Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. janúar 2022 11:01 Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Orkumál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun