Þaulskipulagðir merkjavöruþjófar dæmdir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 10:14 Mennirnir fóru minnst tvær ferðir í verslun Bláa lónsins, en þeir voru gripnir eftir eina slíka ferð. Vísir/Vilhelm Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru. Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur. Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur.
Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16
Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15