Þaulskipulagðir merkjavöruþjófar dæmdir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 10:14 Mennirnir fóru minnst tvær ferðir í verslun Bláa lónsins, en þeir voru gripnir eftir eina slíka ferð. Vísir/Vilhelm Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru. Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur. Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur.
Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16
Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent