Kynferðisbrotalaust Ísland? María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2021 15:00 Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Lögreglan Klám Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun