Fiskur á fárra hendur Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2021 12:00 Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun