Fiskur á fárra hendur Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2021 12:00 Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun