Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 07:37 Meðlimir peningastefnunefndar Seðlabankans. Mynd/Seðlabankinn Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. Stýrivextir eru nú tvö prósent eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósentustiga hækkun þann 17. nóvember síðastliðinn. Stýrivextir hafa hækkað nokkuð bratt undanfarna mánuði en í mars voru þeir sögulega lágir, 0,75 prósent. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í gær kemur fram að að nefndarmenn hafi allir verið sammála tillögu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar, um að hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Ekki alltaf samstíga Nefndin hefur ekki alltaf verið samstíga að undanförnu. Í síðustu tveimur stýrivaxtaákvörðunum á á undan þeirri síðustu vildu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður hækka stýrivexti meira en seðlabankastjóri lagði til. Í bæði skiptin lagði seðlabankastjóri til 0,25 prósentustiga hækkun en Gunnar og Gylfi vildu 0,5 prósentustiga hækkun. Þeir voru þó sammála öðrum nefndarmönnum í þetta skiptið nú þegar lögð var fram tillaga um 0,5 prósentustiga hækkun. Rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi verið þeirrar skoðunar að hækka þyrfti stýrivextina. Rætt var um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig. Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila væru líklega meiri nú en áður fyrr í ljósi hærri hlutdeildar óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum og því væri betra að taka áfram varfærin skref. Einnig ætti eftir að koma í ljós hver áhrifin yrðu af samspili vaxtahækkana og nýlegrar beitingar þjóðhagsvarúðartækja. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans.Vísir/Vilhelm Jafnframt var bent á að þegar dregið yrði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda gæti atvinnuleysi aukist á ný. Í ljósi þessa komu fram áhyggjurum að efnahagsbatinn gæti orðið brothættur. Verðbólgan hafi verið þrálátari Helstu rök sem fram komu fyrir því að taka stærra skref voru þau að verðbólga hefði verið þrálátari og verðbólguhorfur versnað á sama tíma og langtímaverðbólguvæntingar hefðu hækkað á suma mælikvarða. Einnig væri kröftugur bati á vinnumarkaði, atvinnuleysi hefði minnkað og útlit væri fyrir meiri hækkun launakostnaðar á næstu misserum en áður var gert ráð fyrir. Fram kom í umræðu á fundinum að hætta væri á að aukin innflutt verðbólga myndi jafnframt leiða til aukinnar innlendrar verðbólgu svo sem frekari hækkunar á verði þjónustu. Mikilvægt væri því að stíga fast til jarðar til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið veiktist. Með hliðsjón af þeirru umræðu sem fór fram á fundinum lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Fundargerð peningastefnunefndar má lesa hér. Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stýrivextir eru nú tvö prósent eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósentustiga hækkun þann 17. nóvember síðastliðinn. Stýrivextir hafa hækkað nokkuð bratt undanfarna mánuði en í mars voru þeir sögulega lágir, 0,75 prósent. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í gær kemur fram að að nefndarmenn hafi allir verið sammála tillögu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar, um að hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Ekki alltaf samstíga Nefndin hefur ekki alltaf verið samstíga að undanförnu. Í síðustu tveimur stýrivaxtaákvörðunum á á undan þeirri síðustu vildu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður hækka stýrivexti meira en seðlabankastjóri lagði til. Í bæði skiptin lagði seðlabankastjóri til 0,25 prósentustiga hækkun en Gunnar og Gylfi vildu 0,5 prósentustiga hækkun. Þeir voru þó sammála öðrum nefndarmönnum í þetta skiptið nú þegar lögð var fram tillaga um 0,5 prósentustiga hækkun. Rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi verið þeirrar skoðunar að hækka þyrfti stýrivextina. Rætt var um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig. Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila væru líklega meiri nú en áður fyrr í ljósi hærri hlutdeildar óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum og því væri betra að taka áfram varfærin skref. Einnig ætti eftir að koma í ljós hver áhrifin yrðu af samspili vaxtahækkana og nýlegrar beitingar þjóðhagsvarúðartækja. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans.Vísir/Vilhelm Jafnframt var bent á að þegar dregið yrði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda gæti atvinnuleysi aukist á ný. Í ljósi þessa komu fram áhyggjurum að efnahagsbatinn gæti orðið brothættur. Verðbólgan hafi verið þrálátari Helstu rök sem fram komu fyrir því að taka stærra skref voru þau að verðbólga hefði verið þrálátari og verðbólguhorfur versnað á sama tíma og langtímaverðbólguvæntingar hefðu hækkað á suma mælikvarða. Einnig væri kröftugur bati á vinnumarkaði, atvinnuleysi hefði minnkað og útlit væri fyrir meiri hækkun launakostnaðar á næstu misserum en áður var gert ráð fyrir. Fram kom í umræðu á fundinum að hætta væri á að aukin innflutt verðbólga myndi jafnframt leiða til aukinnar innlendrar verðbólgu svo sem frekari hækkunar á verði þjónustu. Mikilvægt væri því að stíga fast til jarðar til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið veiktist. Með hliðsjón af þeirru umræðu sem fór fram á fundinum lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Fundargerð peningastefnunefndar má lesa hér.
Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04