Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2024 08:18 Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir. Origo Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Origo ehf. í kjölfar endurskipulagningar félagsins til að skilja að starfsemi eignarhaldsfélagsins og rekstrarfélagsins Origo. Í tilkynningu frá félaginu segir að Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir myndi nýja framkvæmdastjórn félagsins. „Síðan árið 2018 hefur vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum: Annars vegar sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni og hins vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni er að Origo ehf. leggi þyngri áherslu á vöruþróun og afhendingu framúrskarandi lausna og þjónustu til viðskiptavina. Eignarhaldsfélagið Skyggnir einblínir aftur á móti á að styðja eignasafn sitt til árangurs, en þar eru fjölbreytt félög innan upplýsingatækni, m.a. Origo ehf., Syndis, Helix og fleiri. Ný framkvæmdastjórn Nýtt skipulag hefur verið sett upp til að styðja við nýjar stefnuáherslur Origo ehf. Örn Þór Alfreðsson verður framkvæmdastjóri orku og innviða, sem markar aukna áherslu á innviði, orku og lausnir fyrir gagnaver og aðra stórnotendur búnaðar. Örn kemur úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustulausna og hefur starfað hjá Origo í yfir 6 ár. Hið nýstofnaða svið samanstendur af sérfræðingum með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði innviða og orkulausna. Í samstarfi við heimsþekkta framleiðendur eins og Nvidia, Lenovo, IBM og Schneider Electric veitir starfsfólk sviðsins ráðgjöf um sérhæfðar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Ottó Freyr Jóhannsson tekur við sviði þjónustu og reksturs. Með aukinni áherslu á rekstrarþjónustu er lagt upp með að efla frekar vöru- og þjónustuframboð Origo til að styðja viðskiptavini í öruggum upplýsingatæknirekstri. Ottó er með yfir 24 ára reynslu innan fyrirtækisins en síðustu ár hefur hann leitt fjölmörg teymi sérfræðinga sem forstöðumaður þjónustulausna Origo. Lóa Bára Magnúsdóttir tekur við hlutverki framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála. Hún hefur leitt markaðsstarf félagins en nú sameinast sölu- og markaðssvið með það markmið að samræma betur, efla samskipti og þjónustu við viðskiptavini og styðja við vöxt. Árni Geir Valgeirsson tók við hlutverki framkvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs í október. Sigurður Tómasson hefur verið framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar síðan í september, Gunnar Már Petersen er framkvæmdastjóri fjármála og Dröfn Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðs,“ segir í tilkynningunni. Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækniog starfa þar um þrjú hundruð manns. Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir myndi nýja framkvæmdastjórn félagsins. „Síðan árið 2018 hefur vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum: Annars vegar sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni og hins vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni er að Origo ehf. leggi þyngri áherslu á vöruþróun og afhendingu framúrskarandi lausna og þjónustu til viðskiptavina. Eignarhaldsfélagið Skyggnir einblínir aftur á móti á að styðja eignasafn sitt til árangurs, en þar eru fjölbreytt félög innan upplýsingatækni, m.a. Origo ehf., Syndis, Helix og fleiri. Ný framkvæmdastjórn Nýtt skipulag hefur verið sett upp til að styðja við nýjar stefnuáherslur Origo ehf. Örn Þór Alfreðsson verður framkvæmdastjóri orku og innviða, sem markar aukna áherslu á innviði, orku og lausnir fyrir gagnaver og aðra stórnotendur búnaðar. Örn kemur úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustulausna og hefur starfað hjá Origo í yfir 6 ár. Hið nýstofnaða svið samanstendur af sérfræðingum með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði innviða og orkulausna. Í samstarfi við heimsþekkta framleiðendur eins og Nvidia, Lenovo, IBM og Schneider Electric veitir starfsfólk sviðsins ráðgjöf um sérhæfðar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Ottó Freyr Jóhannsson tekur við sviði þjónustu og reksturs. Með aukinni áherslu á rekstrarþjónustu er lagt upp með að efla frekar vöru- og þjónustuframboð Origo til að styðja viðskiptavini í öruggum upplýsingatæknirekstri. Ottó er með yfir 24 ára reynslu innan fyrirtækisins en síðustu ár hefur hann leitt fjölmörg teymi sérfræðinga sem forstöðumaður þjónustulausna Origo. Lóa Bára Magnúsdóttir tekur við hlutverki framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála. Hún hefur leitt markaðsstarf félagins en nú sameinast sölu- og markaðssvið með það markmið að samræma betur, efla samskipti og þjónustu við viðskiptavini og styðja við vöxt. Árni Geir Valgeirsson tók við hlutverki framkvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs í október. Sigurður Tómasson hefur verið framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar síðan í september, Gunnar Már Petersen er framkvæmdastjóri fjármála og Dröfn Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðs,“ segir í tilkynningunni. Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækniog starfa þar um þrjú hundruð manns.
Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira