Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 10:01 Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fékk þá flóknu spurningu að svara hverjum hann líktist helst úr teiknimyndasögum, leitaði hann ráða hjá afastelpunum. Niðurstaðan var einróma: Hörður er eins og Kristján í Frozen því hann er svo mikill dýravinur. Vísir/RAX Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um klukkan hálf sjö alla daga vikunnar, stundum fyrr ef mikið er að gera. Væri alveg til í að sofa lengur um helgar en það gerist bara ekki, svo ég er oft búinn að vinna í einn eða tvo tíma áður en konan mín vaknar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt daginn á að hugleiða í tuttugu mínútur. Síðan elda ég ómótstæðilegan hafragraut fyrir okkur hjónin sem borinn er fram með heimagerðu múslíi og eplum. Ég fer síðan alltaf í göngutúr með hundinn minn Mola, algerlega óháð veðri. Á meðan lagar konan mín einstaklega gott kaffi sem ég drekk áður en ég fer í vinnuna.“ Ef þú værir hetja/karakter úr teiknimyndasögu, hver værir þú þá? Ég horfi mjög lítið á teiknimyndir og ákvað því að biðja tvær afastelpur að svara þessari flóknu spurningu. Einróma niðurstaða þeirra var Kristján í Frozen af því að hann væri svo mikill dýravinur.“ Hörður skipuleggur daginn í morgungönguferðunum með Mola. Hörður segir opið vinnurými tryggja gott aðgengi að sér á vinnustaðnum en til að vinna að ákveðnum verkefnum, blokkar hann yfirleitt nokkra hálfa daga í viku til að geta einbeitt sér að þeim. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Landsvirkjun er alltaf með ótrúlega mörg járn í eldinum. Mikill tími fer hjá mér þessa mánuðina að styðja við fólkið sem er að vinna að því að koma virkjanaframkvæmdum við Búrfellslund, Hvamm, stækkun Sigöldu og Þeistareykja í gang. Það eru líka miklar áskoranir tengdar slakri stöðu í vatnsbúskapnum þessa dagana. Það þarf að fylgjast náið með og ákveða hvernig við tökumst á við áhættu tengda henni. Svo vonum við bara innilega að það rigni meira uppi á hálendinu áður en það kemur hávetur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg helstu áherslur dagsins í morgungönguferðinni með Mola. Ég er líka með vikulega „maður-á-mann“ fundi með þeim sem heyra beint undir mig, svo stýri ég framkvæmdastjórnarfundum tvisvar í viku og svo framvegis. Þegar við fluttum í Katrínartúnið lögðum við af allar einkaskrifstofur og allt starfsfólk fór í opið vinnurými. Það er því auðvelt að nálgast mig með erindi en svo getur starfsfólk líka bókað tíma með mér í Outlook. Það er líka nauðsynlegt að taka frá tíma til að geta unnið að verkefnum svo ég blokka yfirleitt nokkra hálfa daga í hverri viku til þess.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt með bók ótengda vinnunni í rúmið um ellefuleytið en þá erum við hjónin aftur búin að fara í góðan göngutúr með Molann okkar.“ Kaffispjallið Landsvirkjun Tengdar fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um klukkan hálf sjö alla daga vikunnar, stundum fyrr ef mikið er að gera. Væri alveg til í að sofa lengur um helgar en það gerist bara ekki, svo ég er oft búinn að vinna í einn eða tvo tíma áður en konan mín vaknar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt daginn á að hugleiða í tuttugu mínútur. Síðan elda ég ómótstæðilegan hafragraut fyrir okkur hjónin sem borinn er fram með heimagerðu múslíi og eplum. Ég fer síðan alltaf í göngutúr með hundinn minn Mola, algerlega óháð veðri. Á meðan lagar konan mín einstaklega gott kaffi sem ég drekk áður en ég fer í vinnuna.“ Ef þú værir hetja/karakter úr teiknimyndasögu, hver værir þú þá? Ég horfi mjög lítið á teiknimyndir og ákvað því að biðja tvær afastelpur að svara þessari flóknu spurningu. Einróma niðurstaða þeirra var Kristján í Frozen af því að hann væri svo mikill dýravinur.“ Hörður skipuleggur daginn í morgungönguferðunum með Mola. Hörður segir opið vinnurými tryggja gott aðgengi að sér á vinnustaðnum en til að vinna að ákveðnum verkefnum, blokkar hann yfirleitt nokkra hálfa daga í viku til að geta einbeitt sér að þeim. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Landsvirkjun er alltaf með ótrúlega mörg járn í eldinum. Mikill tími fer hjá mér þessa mánuðina að styðja við fólkið sem er að vinna að því að koma virkjanaframkvæmdum við Búrfellslund, Hvamm, stækkun Sigöldu og Þeistareykja í gang. Það eru líka miklar áskoranir tengdar slakri stöðu í vatnsbúskapnum þessa dagana. Það þarf að fylgjast náið með og ákveða hvernig við tökumst á við áhættu tengda henni. Svo vonum við bara innilega að það rigni meira uppi á hálendinu áður en það kemur hávetur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg helstu áherslur dagsins í morgungönguferðinni með Mola. Ég er líka með vikulega „maður-á-mann“ fundi með þeim sem heyra beint undir mig, svo stýri ég framkvæmdastjórnarfundum tvisvar í viku og svo framvegis. Þegar við fluttum í Katrínartúnið lögðum við af allar einkaskrifstofur og allt starfsfólk fór í opið vinnurými. Það er því auðvelt að nálgast mig með erindi en svo getur starfsfólk líka bókað tíma með mér í Outlook. Það er líka nauðsynlegt að taka frá tíma til að geta unnið að verkefnum svo ég blokka yfirleitt nokkra hálfa daga í hverri viku til þess.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt með bók ótengda vinnunni í rúmið um ellefuleytið en þá erum við hjónin aftur búin að fara í góðan göngutúr með Molann okkar.“
Kaffispjallið Landsvirkjun Tengdar fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01
„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01
„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02
„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00
B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03