Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2024 15:55 Skilaboð á skjávarpa úti á Granda. Verkalýðsfélagið boðar sýnileika á flettiskjám og auglýsinum til að ná skilaboð sínum á framfæri. Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. Starfsfólkið hefur verið í verkfalli frá því í september og segir að Bakkavör bjóði lágmarkslaun sem dugi því ekki til framfærslu. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Pírðu út um glugga fjárfestingarfélagsins með Range Rover jeppa í stæðinu Í tilkynningu frá hópnum segir að enginn hafi komið til dyra á skrifstofu fjárfestingarfélags bræðranna á Eyjaslóð úti á Granda þegar að sendinefnd breska verkalýðsfélagsins mætti þangað. Þau sem voru þar innandyra hafi látið duga að píra út á óboðnu gestina í gegnum gluggatjöldin. „Fólkið lét það þó ekki á sig fá og varpaði beinskeyttum skilaboðum til bræðranna upp á nærliggjandi húsveggi og á veggi nokkurra annarra húsa sem eru hluti af stækkandi fasteignsafni bræðranna í Reykjavík. Var það gert til að vekja athygli á því hvert gróði bræðranna á að greiða það, sem verkalýðsfélagið kallar fátæktarlaun, sé að renna,“ segir í tilkynningunni. Fulltrúar breska verkalýðsfélagsins funduðu með forsvarsfólki Eflingar í gær. Til stendur að hitta fyrir íslenskt stjórnmálafólk.Efling Herferðin til að fá bræðurna að samningaborðinu er rétt að byrja að sögn verkalýðsfélagsins breska. Skilaboð til bræðranna muni birtast í vefauglýsingum og á flettiskiltum um alla borg í næstu viku. Verkalýðsfélagið segir að laun í verksmiðjunni sem er staðsett í Spalding, sem er nærri Birmingham hafi ekki haldið í við verðlag mörg undanfarin ár. Sú 6,4-7,8% launahækkun sem fyrirtækið hafi boðið dugi ekki starfsfólkinu til framfærslu. „Fólkið vinnur í verksmiðju Bakkavarar við að smyrja samlokur og annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. Tímakaup fólksins nemur um 2000 krónum fyrir skatt og eru þau að óska eftir hækkun upp á 144 krónur. Fyrirtækið neitar að hækka tilboð sitt og hefur flutt fólk úr öðrum verksmiðjum til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli.“ Forstjórinn sé með 100-föld laun fólksins á verksmiðjugólfinu Rök verkalýðsfélagsins eru að ákvörðun um laun fólksins sé á endanum í höndum bræðranna sem ráðandi eigundum Bakkavarar. Skilaboðum varpað upp á skjávarpa. Með meðvituðum verkfallsbrotum stjórnenda Bakkavarar hafi starfsfólkinu verið nauðugur kostur að nálgast eigendurna beint. Störfin sem um ræðir eru sögð erfið verkavinna í kaldri verksmiðju, þar sem hitastig sé undir 5 gráðum, þar sem fólk gangi 12 tíma vaktir og starfsfólk hafi þurft að berjast fyrir að halda núverandi réttindum til matarhlés og hvíldartíma. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðarmót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum.“ „Bræður græða, 2.000 krónur er ekki nóg“ Krafan verkalýðsfélagsins er að Bakkavararbræður hætti að greiða fátæktarlaun og komi til móts við kröfur fólksins sem er undirstaðan í fyrirtækinu sem hefur skilað þeim svona miklum gróða. „Gróða sem þeir eru nú að nota til að kaupa upp margar dýrustu fasteignir í Reykjavík.“ Herferðin hófst á miðvikudag og segir verkalýðsfélagið að hún muni standa þar til bræðurnir gefi sig. Yfirskrift herferðarinnar er „BRÆÐUR GRÆÐA – 2.000 krónur er ekki nóg“. Bræðurnir geti ekki falið sig á Íslandi og fjölmargar aðgerðir séu í undirbúningi til að þrýsta á þá hér á landi. M.a. hyggst forsvarsfólk verkalýðsfélagsins nálgast stjórnmálamenn hér á landi og vekja athygli þeirra á fátæktarlaunum sem standi undir fasteignarþróunarverkefnum bræðranna í samvinnu við íslensk sveitarfélög og að þeir eigi fasteignir sem leigðar eru ríkinu og séu því á fjárlögum ríkisins. Mikil vonbrigði með verkfallið Bakkavör sendi frá sér tilkynningu um miðjan október vegna verkfallsaðgerðarnna. Þar var lýst yfir vonbrigðum með verkalýðsfélagið að hafa hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall þrátt fyrir tilboð fyrirtækisins um 7,8 prósenta launahækkun hjá launalægsta starfsfólkinu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðrum. Þá væru mikil vonbrigði með verkfallið í ljósi þess að samningaviðræður um laun hefðu tekist á tuttugu öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins í Bretlandi. Ánægju mætti merkja af launahækkun sem væri umfram verðbólgu. Af 1200 starfsmönnum Bakkavarar í Spalding væru 35 prósent þeirra í verkfalli. Hin 800 stæðu vaktina og væru þeim þakkað fyrir að standa vörð um reksturinn. Verkfallið hefði haft minniháttaráhrif á reksturinn með því að vinna vel með viðskiptavinum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Bakkavarar frá því um miðjan október. Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Starfsfólkið hefur verið í verkfalli frá því í september og segir að Bakkavör bjóði lágmarkslaun sem dugi því ekki til framfærslu. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Pírðu út um glugga fjárfestingarfélagsins með Range Rover jeppa í stæðinu Í tilkynningu frá hópnum segir að enginn hafi komið til dyra á skrifstofu fjárfestingarfélags bræðranna á Eyjaslóð úti á Granda þegar að sendinefnd breska verkalýðsfélagsins mætti þangað. Þau sem voru þar innandyra hafi látið duga að píra út á óboðnu gestina í gegnum gluggatjöldin. „Fólkið lét það þó ekki á sig fá og varpaði beinskeyttum skilaboðum til bræðranna upp á nærliggjandi húsveggi og á veggi nokkurra annarra húsa sem eru hluti af stækkandi fasteignsafni bræðranna í Reykjavík. Var það gert til að vekja athygli á því hvert gróði bræðranna á að greiða það, sem verkalýðsfélagið kallar fátæktarlaun, sé að renna,“ segir í tilkynningunni. Fulltrúar breska verkalýðsfélagsins funduðu með forsvarsfólki Eflingar í gær. Til stendur að hitta fyrir íslenskt stjórnmálafólk.Efling Herferðin til að fá bræðurna að samningaborðinu er rétt að byrja að sögn verkalýðsfélagsins breska. Skilaboð til bræðranna muni birtast í vefauglýsingum og á flettiskiltum um alla borg í næstu viku. Verkalýðsfélagið segir að laun í verksmiðjunni sem er staðsett í Spalding, sem er nærri Birmingham hafi ekki haldið í við verðlag mörg undanfarin ár. Sú 6,4-7,8% launahækkun sem fyrirtækið hafi boðið dugi ekki starfsfólkinu til framfærslu. „Fólkið vinnur í verksmiðju Bakkavarar við að smyrja samlokur og annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. Tímakaup fólksins nemur um 2000 krónum fyrir skatt og eru þau að óska eftir hækkun upp á 144 krónur. Fyrirtækið neitar að hækka tilboð sitt og hefur flutt fólk úr öðrum verksmiðjum til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli.“ Forstjórinn sé með 100-föld laun fólksins á verksmiðjugólfinu Rök verkalýðsfélagsins eru að ákvörðun um laun fólksins sé á endanum í höndum bræðranna sem ráðandi eigundum Bakkavarar. Skilaboðum varpað upp á skjávarpa. Með meðvituðum verkfallsbrotum stjórnenda Bakkavarar hafi starfsfólkinu verið nauðugur kostur að nálgast eigendurna beint. Störfin sem um ræðir eru sögð erfið verkavinna í kaldri verksmiðju, þar sem hitastig sé undir 5 gráðum, þar sem fólk gangi 12 tíma vaktir og starfsfólk hafi þurft að berjast fyrir að halda núverandi réttindum til matarhlés og hvíldartíma. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðarmót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum.“ „Bræður græða, 2.000 krónur er ekki nóg“ Krafan verkalýðsfélagsins er að Bakkavararbræður hætti að greiða fátæktarlaun og komi til móts við kröfur fólksins sem er undirstaðan í fyrirtækinu sem hefur skilað þeim svona miklum gróða. „Gróða sem þeir eru nú að nota til að kaupa upp margar dýrustu fasteignir í Reykjavík.“ Herferðin hófst á miðvikudag og segir verkalýðsfélagið að hún muni standa þar til bræðurnir gefi sig. Yfirskrift herferðarinnar er „BRÆÐUR GRÆÐA – 2.000 krónur er ekki nóg“. Bræðurnir geti ekki falið sig á Íslandi og fjölmargar aðgerðir séu í undirbúningi til að þrýsta á þá hér á landi. M.a. hyggst forsvarsfólk verkalýðsfélagsins nálgast stjórnmálamenn hér á landi og vekja athygli þeirra á fátæktarlaunum sem standi undir fasteignarþróunarverkefnum bræðranna í samvinnu við íslensk sveitarfélög og að þeir eigi fasteignir sem leigðar eru ríkinu og séu því á fjárlögum ríkisins. Mikil vonbrigði með verkfallið Bakkavör sendi frá sér tilkynningu um miðjan október vegna verkfallsaðgerðarnna. Þar var lýst yfir vonbrigðum með verkalýðsfélagið að hafa hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall þrátt fyrir tilboð fyrirtækisins um 7,8 prósenta launahækkun hjá launalægsta starfsfólkinu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðrum. Þá væru mikil vonbrigði með verkfallið í ljósi þess að samningaviðræður um laun hefðu tekist á tuttugu öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins í Bretlandi. Ánægju mætti merkja af launahækkun sem væri umfram verðbólgu. Af 1200 starfsmönnum Bakkavarar í Spalding væru 35 prósent þeirra í verkfalli. Hin 800 stæðu vaktina og væru þeim þakkað fyrir að standa vörð um reksturinn. Verkfallið hefði haft minniháttaráhrif á reksturinn með því að vinna vel með viðskiptavinum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Bakkavarar frá því um miðjan október.
Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira