Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 18:49 Yngvi, Stacey og Siggeir. Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til hugbúnaðarfyrirtækisins Wisefish ehf. Fyrirtækið starfar á sviði viðskiptalausna fyrir sjávarútveg og er hugbúnaður þess notaður víðsvegar um heiminn. Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark. Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark.
Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira