ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2021 13:16 Frá fundi Tsai Ing-wen, forseta Taívans, og Raphael Glucksmann, evrópuþingmanni frá Frakklandi. AP/Fosetaembætti Taívans Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. „Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
„Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira