Ekkert íþróttahús í Laugardal Björn Kristjánsson skrifar 29. október 2021 08:30 Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun