Daggæsla á vinnustað Hildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2021 08:30 Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri. Atvinnurekendur verða ekki síður fyrir áhrifum af úrræðaleysinu. Mörgum reynist erfitt að endurheimta starfsfólk að loknu fæðingarorlofi. Foreldrar eru gjarnan lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á daggæslu í kjölfar barneigna. Ríkisstjórnin hefur tryggt lengra fæðingarorlof, nágrannasveitarfélögin bjóða yngri börnum leikskólavist – nú er komið að borginni að brúa bilið. Vandann má nálgast með margvíslegum lausnum. Bilið mætti brúa með eflingu dagforeldrastéttar – og fjölgun leikskólarýma – en það mætti jafnframt brúa með nýjum leiðum sem þekkjast víða erlendis. Ég vil kanna möguleikann á stuðningi borgar við stærri vinnustaði að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Borgin sýndi þannig frumkvæði að samtali við fjölskyldur og atvinnulíf um nýjar lausnir á viðvarandi vanda. Aðgerðin myndi gagnast fjölskyldum jafnt sem atvinnurekendum. Foreldrar ættu auðveldara með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna – og atvinnurekendur gætu endurheimt starfsfólk fyrr úr orlofi, standi vilji til þess. Samhliða mætti hækka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyrir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. Þannig mætti mæta þeim fjölskyldum sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín við 12 mánaða aldur og tryggja aukið valfrelsi foreldra um ólíka daggæslukosti. Fjölskylduvandinn í Reykjavík hefur verið viðvarandi. Lengi hefur staðið á borgaryfirvöldum að finna raunverulegar lausnir. Fjölgum valkostum – eflum dagforeldrastéttina, fjölgum leikskólarýmum og leitum samstarfs við stærri vinnustaði um daggæslu fyrir börn starfsmanna. Tryggjum einfaldara líf fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri. Atvinnurekendur verða ekki síður fyrir áhrifum af úrræðaleysinu. Mörgum reynist erfitt að endurheimta starfsfólk að loknu fæðingarorlofi. Foreldrar eru gjarnan lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á daggæslu í kjölfar barneigna. Ríkisstjórnin hefur tryggt lengra fæðingarorlof, nágrannasveitarfélögin bjóða yngri börnum leikskólavist – nú er komið að borginni að brúa bilið. Vandann má nálgast með margvíslegum lausnum. Bilið mætti brúa með eflingu dagforeldrastéttar – og fjölgun leikskólarýma – en það mætti jafnframt brúa með nýjum leiðum sem þekkjast víða erlendis. Ég vil kanna möguleikann á stuðningi borgar við stærri vinnustaði að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Borgin sýndi þannig frumkvæði að samtali við fjölskyldur og atvinnulíf um nýjar lausnir á viðvarandi vanda. Aðgerðin myndi gagnast fjölskyldum jafnt sem atvinnurekendum. Foreldrar ættu auðveldara með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna – og atvinnurekendur gætu endurheimt starfsfólk fyrr úr orlofi, standi vilji til þess. Samhliða mætti hækka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyrir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. Þannig mætti mæta þeim fjölskyldum sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín við 12 mánaða aldur og tryggja aukið valfrelsi foreldra um ólíka daggæslukosti. Fjölskylduvandinn í Reykjavík hefur verið viðvarandi. Lengi hefur staðið á borgaryfirvöldum að finna raunverulegar lausnir. Fjölgum valkostum – eflum dagforeldrastéttina, fjölgum leikskólarýmum og leitum samstarfs við stærri vinnustaði um daggæslu fyrir börn starfsmanna. Tryggjum einfaldara líf fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun