Ákærður fyrir morðið á þingmanninum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. október 2021 15:15 Ali Harbi Ali mætti fyrir dóm í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa stungið Amess til bana. Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Amess var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex síðastliðinn föstudag en hann var á leið til fundar með íbúum í kjördæminu. Hann var stunginn margsinnis og lést af völdum sára sinna á vettvangi. Sjá einnig: Nafngreina grunaðan morðingja þingmannsins Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið. Hann er nú í haldi lögreglu og mun mæta aftur fyrir dóm næstkomandi föstudag. Að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins hefur enginn annar en Ali verið handtekinn og er lögregla ekki með neinn annan til rannsóknar í tengslum við málið. Saksóknarar segja þó ljóst að morðið hafi verið hryðjuverk þar sem Ali var þekktyur fyrir öfgaskoðanir og hafði meðal annars setið forvarnanámskeið vegna þessa. Lögregluyfirvöld víða í Bretlandi vinna nú með þingmönnum til að tryggja öryggi þeirra í ljósi árásarinnar. Morðið á Sir David Amess Bretland Dómsmál Tengdar fréttir Innanríkisráðherra íhugar lögregluvernd fyrir þingmenn eftir morðið Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn. 17. október 2021 12:45 Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. 16. október 2021 23:00 Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Amess var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex síðastliðinn föstudag en hann var á leið til fundar með íbúum í kjördæminu. Hann var stunginn margsinnis og lést af völdum sára sinna á vettvangi. Sjá einnig: Nafngreina grunaðan morðingja þingmannsins Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið. Hann er nú í haldi lögreglu og mun mæta aftur fyrir dóm næstkomandi föstudag. Að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins hefur enginn annar en Ali verið handtekinn og er lögregla ekki með neinn annan til rannsóknar í tengslum við málið. Saksóknarar segja þó ljóst að morðið hafi verið hryðjuverk þar sem Ali var þekktyur fyrir öfgaskoðanir og hafði meðal annars setið forvarnanámskeið vegna þessa. Lögregluyfirvöld víða í Bretlandi vinna nú með þingmönnum til að tryggja öryggi þeirra í ljósi árásarinnar.
Morðið á Sir David Amess Bretland Dómsmál Tengdar fréttir Innanríkisráðherra íhugar lögregluvernd fyrir þingmenn eftir morðið Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn. 17. október 2021 12:45 Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. 16. október 2021 23:00 Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Innanríkisráðherra íhugar lögregluvernd fyrir þingmenn eftir morðið Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn. 17. október 2021 12:45
Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. 16. október 2021 23:00
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32