Ásmundur tekur við bikarmeisturum Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 18:01 Ásmundur hefur skrifað undir þriggja ára samning við Blika. Breiðablik Bikarmeistarar Breiðabliks gáfu frá sér tilkynningu í dag þess efnis að Ásmundur Arnarsson væri nýr þjálfari liðsins. Er hann ráðinn til þriggja ára. Breiðablik varð í gær bikarmeistari kvenna í fótbolta en vitað var að Vilhjálmur Kári Haraldsson myndi ekki halda áfram með liðið. Hann hafði tekið við Blikaliðinu fyrir tímabilið og skilað því í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu áður en liðið mætti Þrótti Reykjavík í úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Á bak við bikarmeistara er öflugt teymi sem er tilbúið að gera allt sem þarf pic.twitter.com/BhLJobqehW— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) October 2, 2021 Þar vannst 4-0 sigur en síðasti leikur Vilhjálms Kára með liðið verður gegn franska stórliðinu París Saint-Germain þann 6. október næstkomandi. Ásmundur verður einnig í þjálfarateyminu í þeim leik. Þá segir á vef Breiðabliks að Vilhjálmur verði liðinu innan handar ef þess þurfi. Ásmundur stýrði liði Fjölnis í sumar í Lengjudeild karla þar sem það endaði í 3. sæti. Hann þekkir ágætlega til í Kópavogi eftir að hafa þjálfað Augnablik frá 2017 til 2018 sem og að þjálfa 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki. Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna https://t.co/mPOoeyNi8u— Blikar.is (@blikar_is) October 2, 2021 „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá svona reynslumikinn og öflugan þjálfara í starfið og ætlar félagið sér áfram að vera leiðandi í íslenskri kvennaknattspyrnu og byggja ofan á þann frábæra árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Um leið og við þökkum Vilhjálmi Kára fyrir hans frábæra framlag til félagsins bjóðum við Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn til starfa,“ segir í tilkynningu Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Breiðablik varð í gær bikarmeistari kvenna í fótbolta en vitað var að Vilhjálmur Kári Haraldsson myndi ekki halda áfram með liðið. Hann hafði tekið við Blikaliðinu fyrir tímabilið og skilað því í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu áður en liðið mætti Þrótti Reykjavík í úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Á bak við bikarmeistara er öflugt teymi sem er tilbúið að gera allt sem þarf pic.twitter.com/BhLJobqehW— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) October 2, 2021 Þar vannst 4-0 sigur en síðasti leikur Vilhjálms Kára með liðið verður gegn franska stórliðinu París Saint-Germain þann 6. október næstkomandi. Ásmundur verður einnig í þjálfarateyminu í þeim leik. Þá segir á vef Breiðabliks að Vilhjálmur verði liðinu innan handar ef þess þurfi. Ásmundur stýrði liði Fjölnis í sumar í Lengjudeild karla þar sem það endaði í 3. sæti. Hann þekkir ágætlega til í Kópavogi eftir að hafa þjálfað Augnablik frá 2017 til 2018 sem og að þjálfa 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki. Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna https://t.co/mPOoeyNi8u— Blikar.is (@blikar_is) October 2, 2021 „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá svona reynslumikinn og öflugan þjálfara í starfið og ætlar félagið sér áfram að vera leiðandi í íslenskri kvennaknattspyrnu og byggja ofan á þann frábæra árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Um leið og við þökkum Vilhjálmi Kára fyrir hans frábæra framlag til félagsins bjóðum við Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn til starfa,“ segir í tilkynningu Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira