Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 19:17 Benóný Breki fagnar eins og honum einum er lagið. Vísir/Anton Brink Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk. Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.
Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira