„Þetta er liðið hans Höskuldar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:31 Höskuldur Gunnlaugsson á ferðinni í úrslitaleik Bestu deildar karla þar sem Breiðablik vann Víking, 0-3. vísir/anton Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar og var markahæstur Blika með níu mörk. Hann var svo valinn besti leikmaður deildarinnar, bæði af leikmönnum hennar og Stúkunni. „Maður tók eftir því þegar þetta fór að ganga hjá þeim að þetta er liðið hans Höskuldar,“ sagði Atli Viðar. „Hann er andlegur leiðtogi þessa liðs, mjög áberandi í seinni umferðinni, er með þetta svolítið á herðunum og stendur svo sannarlega undir því.“ Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður framan af tímabili en var færður inn á miðjuna eftir 2-2 jafntefli við Vestra um mitt mót. „Ástæðan fyrir því að hann er valinn bestur er þegar hann er kominn inn á miðsvæðið getur hann haft meiri áhrif en þegar hann var bakvörður sem færði sig inn á miðjuna og kom þannig inn í uppspilið,“ sagði Baldur. „Eigum við að segja að þetta sé eðlileg þróun hjá leikmanni eins og Höskuldi, að vera hluti af þessu góða Breiðabliksliði og hvernig hann hefur alltaf stigið meira og meira upp, kominn með ótrúlega mikla reynslu og manni finnst alltaf svona strákar eiga skilið að fá svona verðlaun. Kannski verður hann aftur valinn bestur en ég er alltaf ánægður þegar það eru ekki bara markaskorarar eins og Atli,“ bætti Baldur léttur við. Höskuldur er annar leikmaður Breiðabliks sem er valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Alfreð Finnbogason fékk þá nafnbót þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 2010. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar og var markahæstur Blika með níu mörk. Hann var svo valinn besti leikmaður deildarinnar, bæði af leikmönnum hennar og Stúkunni. „Maður tók eftir því þegar þetta fór að ganga hjá þeim að þetta er liðið hans Höskuldar,“ sagði Atli Viðar. „Hann er andlegur leiðtogi þessa liðs, mjög áberandi í seinni umferðinni, er með þetta svolítið á herðunum og stendur svo sannarlega undir því.“ Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður framan af tímabili en var færður inn á miðjuna eftir 2-2 jafntefli við Vestra um mitt mót. „Ástæðan fyrir því að hann er valinn bestur er þegar hann er kominn inn á miðsvæðið getur hann haft meiri áhrif en þegar hann var bakvörður sem færði sig inn á miðjuna og kom þannig inn í uppspilið,“ sagði Baldur. „Eigum við að segja að þetta sé eðlileg þróun hjá leikmanni eins og Höskuldi, að vera hluti af þessu góða Breiðabliksliði og hvernig hann hefur alltaf stigið meira og meira upp, kominn með ótrúlega mikla reynslu og manni finnst alltaf svona strákar eiga skilið að fá svona verðlaun. Kannski verður hann aftur valinn bestur en ég er alltaf ánægður þegar það eru ekki bara markaskorarar eins og Atli,“ bætti Baldur léttur við. Höskuldur er annar leikmaður Breiðabliks sem er valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Alfreð Finnbogason fékk þá nafnbót þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 2010. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46
Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16