Damir á leið til Asíu Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:54 Damir Muminovic fagnar með stuðningsmönnum sem voru alveg við endalínuna, á bakvið hlið sem sett höfðu verið upp sérstaklega vegna leiksins. VÍSIR/VILHELM Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr. Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum. Breiðablik Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum.
Breiðablik Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira