Bölsýni eða bjartsýni? Hildur Björnsdóttir skrifar 23. september 2021 15:30 Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun