Saga um glötuð tækifæri Jón Skafti Gestsson skrifar 16. september 2021 11:30 Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því flutningskerfi raforku ræður ekki við það. Þessi staða er grafalvarlegt mál fyrir Suðurnesjamenn sem verða af tækifærum til að auðga efnahagslífið og samfélagið með fjölbreyttara og kröftugra atvinnulífi. Bæjarstjóri Reykjanessbæjar staðfesti stöðuna í viðtali við RÚV sama dag. Við þessa frétt er rétt að staldra. Þrír fjórðu fyrirspurna til Landsnets um orkuafhendingu koma frá öðrum stöðum á landinu. Víðast hvar er staðan jafnslæm og á Suðurnesjum. Kerfið okkar er einfaldlega uppselt og hálfrar aldar gömul byggðalína veldur ekki því hlutverki sem henni er ætlað í gjörbreyttu samfélagi. Afleiðingin er að tækifæri til atvinnuþróunar tapast um land allt sem leiðir til stöðnunar og lægri launa almennings. Afhendingargeta í meginflutningskerfi Landsnets. Verulegar takmarkanir eru á raforkuafhendingu um nánast allt land. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála. Milljarðatekjur forgörðum Árin 2018-2021 hafa borist í heildina rúmlega 100 formlegar fyrirspurnir um tengingu frá framleiðendum, raforkumiðlurum og stórnotendum. Bæði er um að ræða fyrirspurnir vegna nýrrar starfsemi og frá starfandi fyrirtækjum sem vilja auka umsvif sín. Rúmlega helmingur fyrirspurnanna kemur frá stórnotendum en framleiðendur standa einnig fyrir stórum hluta fyrirspurnanna. Til viðbótar hafa borist fjölmargar óformlegar fyrirspurnir frá aðilum sem hætta við áform sín þegar þeim er gerð ljós staðan í raforkukerfinu. Mat á virði tapaðra tækifæra verður ávallt erfitt og því ágætt að styðjast við ólíkar sviðsmyndir. Ef stuðst er við bjartsýna sviðsmynd er það mat Landsnets að verkefnin að baki 25-30 þeirra fyrirspurna sem bárust gætu vel hafa raungerst ef flutningskerfi raforku væri sterkara. Samanlögð aflþörf þessar verkefna nemur á bilinu 500-900 MW. Til samanburðar er aflþörf á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga um 650 MW. Töpuð tækifæri í orkusölunni einni saman nema því tugum milljarða króna, með milljarða arðsemi. Er þá ótalinn sá arður sem hlýst af starfsemi raforkukaupendanna og launaávinningur almennings af öflugra atvinnulífi. Sé miðað við hófsamari sviðsmynd er það mat Landsnets að sex áðurnefndra verkefna hefðu mjög líklega raungerst ef ekki hefði strandað á flutningskerfi Landsnets. Aflþörf þessara verkefna er samtals 150-200 MW. Það jafnast á við heildarumsvif gagnavera og árleg orkusala ein og sér af slíkum umsvifum væri líklegast á bilinu 4-6 milljarðar króna. Töpuð störf og lægri laun Orkunotkun fylgja störf, nánar tiltekið 1-1,5 störf á MW stórnotenda, og fleiri fyrir almenna notendur raforku. Hvort sem miðað er við bjartsýnni eða hófsamari tölurnar um töpuð tækifæri er ljóst að íslenskt samfélag hefur orðið af hundruðum starfa vegna takmarkana flutningskerfisins. Þessar takmarkanir leiða til lengri tíma til ójöfnuðar milli sveitarfélaga og landsvæða. Á árunum 1992-2016 þróaðist afhendingargeta flutningskerfisins ekki í samræmi við raforkunotkun með þeim afleiðingum að sífellt fleiri staðir á Íslandi geta ekki bætt við atvinnustarfsemi sem krefst raforku svo nokkru nemi. Þegar launaþróun almennings á tímabilinu er skoðuð kemur í ljós að laun almennings hækkuðu mun hægar í þeim sveitarfélögum og landssvæðum sem lengst höfðu búið við takmarkaða afhendingargetu. Vestmannaeyingar, Ísfirðingar og Seyðfirðingar hafa setið eftir í launaþróun vegna þessara takmarkana. Hið gagnstæða reyndist líka satt. Í þeim sveitarfélögum sem mest gátu aukið raforkunotkun sína á tímabilinu höfðu laun almennings hækkað mest. Vopnfirðingar nutu þess að geta margfaldað raforkunotkun sína á tímabilinu og þar hækkuðu laun almennings á föstu verðlagi um 73% samanborið við 29% á Seyðisfirði og 48% að meðaltali samkvæmt tölum Ríkisskattstjóra. Styrking flutningskerfisins þolir enga bið Fréttir undanfarinna daga af töpuðum tækifærum á Suðurnesjum opna vonandi augu fólks fyrir því að styrking orkuflutningskerfisins þolir ekki bið. Undanfarin ár hefur ítrekað komið í ljós að kerfið okkar stendur ekki undir eðlilegum kröfum. Langvarandi rafmagnsleysi í kjölfar desemberóveðursins 2019 leiddi í ljós veikleika kerfisins á Norður- og Austurlandi. Nokkrum vikum síðar leiddi annað óveður til alvarlegs rafmagnsleysis á Suðurlandi. Við þetta bætast nú réttmætar áhyggjur Suðurnesjamanna af flutningskerfinu sem eiga í raun við um landið allt. Um árabil hafa atvinnutækifæri á landsbyggðinni takmarkast af ófullnægjandi innviðum en nú á það við um land allt. Því má heldur ekki gleyma að styrking flutningskerfisins er risastór forsenda í baráttunni við loftslagsvandann. Verði flutningsskerfi raforku ekki styrkt er tómt mál að tala um að Íslendingar geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Orkuskiptin munu stranda í flutningskerfi sem að megninu til er hálfrar aldar gamalt. Samfélög sem geta hvorki bætt við sig nýrri atvinnustarfsemi né farið í orkuskipti munu dragast aftur úr öðrum. Styrking flutningskerfisins um land allt þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því flutningskerfi raforku ræður ekki við það. Þessi staða er grafalvarlegt mál fyrir Suðurnesjamenn sem verða af tækifærum til að auðga efnahagslífið og samfélagið með fjölbreyttara og kröftugra atvinnulífi. Bæjarstjóri Reykjanessbæjar staðfesti stöðuna í viðtali við RÚV sama dag. Við þessa frétt er rétt að staldra. Þrír fjórðu fyrirspurna til Landsnets um orkuafhendingu koma frá öðrum stöðum á landinu. Víðast hvar er staðan jafnslæm og á Suðurnesjum. Kerfið okkar er einfaldlega uppselt og hálfrar aldar gömul byggðalína veldur ekki því hlutverki sem henni er ætlað í gjörbreyttu samfélagi. Afleiðingin er að tækifæri til atvinnuþróunar tapast um land allt sem leiðir til stöðnunar og lægri launa almennings. Afhendingargeta í meginflutningskerfi Landsnets. Verulegar takmarkanir eru á raforkuafhendingu um nánast allt land. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála. Milljarðatekjur forgörðum Árin 2018-2021 hafa borist í heildina rúmlega 100 formlegar fyrirspurnir um tengingu frá framleiðendum, raforkumiðlurum og stórnotendum. Bæði er um að ræða fyrirspurnir vegna nýrrar starfsemi og frá starfandi fyrirtækjum sem vilja auka umsvif sín. Rúmlega helmingur fyrirspurnanna kemur frá stórnotendum en framleiðendur standa einnig fyrir stórum hluta fyrirspurnanna. Til viðbótar hafa borist fjölmargar óformlegar fyrirspurnir frá aðilum sem hætta við áform sín þegar þeim er gerð ljós staðan í raforkukerfinu. Mat á virði tapaðra tækifæra verður ávallt erfitt og því ágætt að styðjast við ólíkar sviðsmyndir. Ef stuðst er við bjartsýna sviðsmynd er það mat Landsnets að verkefnin að baki 25-30 þeirra fyrirspurna sem bárust gætu vel hafa raungerst ef flutningskerfi raforku væri sterkara. Samanlögð aflþörf þessar verkefna nemur á bilinu 500-900 MW. Til samanburðar er aflþörf á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga um 650 MW. Töpuð tækifæri í orkusölunni einni saman nema því tugum milljarða króna, með milljarða arðsemi. Er þá ótalinn sá arður sem hlýst af starfsemi raforkukaupendanna og launaávinningur almennings af öflugra atvinnulífi. Sé miðað við hófsamari sviðsmynd er það mat Landsnets að sex áðurnefndra verkefna hefðu mjög líklega raungerst ef ekki hefði strandað á flutningskerfi Landsnets. Aflþörf þessara verkefna er samtals 150-200 MW. Það jafnast á við heildarumsvif gagnavera og árleg orkusala ein og sér af slíkum umsvifum væri líklegast á bilinu 4-6 milljarðar króna. Töpuð störf og lægri laun Orkunotkun fylgja störf, nánar tiltekið 1-1,5 störf á MW stórnotenda, og fleiri fyrir almenna notendur raforku. Hvort sem miðað er við bjartsýnni eða hófsamari tölurnar um töpuð tækifæri er ljóst að íslenskt samfélag hefur orðið af hundruðum starfa vegna takmarkana flutningskerfisins. Þessar takmarkanir leiða til lengri tíma til ójöfnuðar milli sveitarfélaga og landsvæða. Á árunum 1992-2016 þróaðist afhendingargeta flutningskerfisins ekki í samræmi við raforkunotkun með þeim afleiðingum að sífellt fleiri staðir á Íslandi geta ekki bætt við atvinnustarfsemi sem krefst raforku svo nokkru nemi. Þegar launaþróun almennings á tímabilinu er skoðuð kemur í ljós að laun almennings hækkuðu mun hægar í þeim sveitarfélögum og landssvæðum sem lengst höfðu búið við takmarkaða afhendingargetu. Vestmannaeyingar, Ísfirðingar og Seyðfirðingar hafa setið eftir í launaþróun vegna þessara takmarkana. Hið gagnstæða reyndist líka satt. Í þeim sveitarfélögum sem mest gátu aukið raforkunotkun sína á tímabilinu höfðu laun almennings hækkað mest. Vopnfirðingar nutu þess að geta margfaldað raforkunotkun sína á tímabilinu og þar hækkuðu laun almennings á föstu verðlagi um 73% samanborið við 29% á Seyðisfirði og 48% að meðaltali samkvæmt tölum Ríkisskattstjóra. Styrking flutningskerfisins þolir enga bið Fréttir undanfarinna daga af töpuðum tækifærum á Suðurnesjum opna vonandi augu fólks fyrir því að styrking orkuflutningskerfisins þolir ekki bið. Undanfarin ár hefur ítrekað komið í ljós að kerfið okkar stendur ekki undir eðlilegum kröfum. Langvarandi rafmagnsleysi í kjölfar desemberóveðursins 2019 leiddi í ljós veikleika kerfisins á Norður- og Austurlandi. Nokkrum vikum síðar leiddi annað óveður til alvarlegs rafmagnsleysis á Suðurlandi. Við þetta bætast nú réttmætar áhyggjur Suðurnesjamanna af flutningskerfinu sem eiga í raun við um landið allt. Um árabil hafa atvinnutækifæri á landsbyggðinni takmarkast af ófullnægjandi innviðum en nú á það við um land allt. Því má heldur ekki gleyma að styrking flutningskerfisins er risastór forsenda í baráttunni við loftslagsvandann. Verði flutningsskerfi raforku ekki styrkt er tómt mál að tala um að Íslendingar geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Orkuskiptin munu stranda í flutningskerfi sem að megninu til er hálfrar aldar gamalt. Samfélög sem geta hvorki bætt við sig nýrri atvinnustarfsemi né farið í orkuskipti munu dragast aftur úr öðrum. Styrking flutningskerfisins um land allt þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun