Við misstum boltann Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 08:31 Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Það verður að viðurkennast að þetta ferli sem Fossvogsskóli hefur farið í gegn um á þessu kjörtímabili og því síðasta, vegna rakaskemmda og myglu, hefur ekki verið gott. Of mikið hefur einkennst af samskiptaskorti við foreldra og tregðu sem hefur grafið undan trausti foreldranna í hverfinu. Trausti sem við þurfum nú að byggja upp á nýtt. Upplýsingaflæðið þarf að vera betra Sem formaður borgarráðs stóð ég í þeirri trú að verkefnið væri í góðum farvegi eftir að málin voru tekin föstum tökum í borgarráði í mars sl. þegar ákveðið var að mynda verkefnastjórn með sérfræðingum, fulltrúum borgarinnar og foreldrum. Hóp sem innihélt fulltrúa frá verkfræðistofunni Eflu, að ósk foreldra. Verkefni þessarar verkefnastjórnar var að tryggja aðkomu allra að verkefninu, gott upplýsingaflæði og faglega og góða ákvarðanatöku. Í lok júlí samþykkti borgarráð svo að nemendur í 1.-3. bekk myndu stunda nám í færanlegum húsum á lóð skólans, að ósk foreldra, í stað þess að þessir nemar færu daglega með rútu í Korpuskóla í allan vetur. Við, í pólitíkinni héldum að þetta ferli gengi vel, í fullri sátt við foreldra barna í skólanum, þar til fréttir bárust af skólabyrjun í síðustu viku. Þarna misstum við boltann. En hratt var brugðist við og ég vona að sú lausn sem komið var niður á sé ásættanleg til skamms tíma. Grenndarkynningu á að ljúka á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst. Ef engar athugasemdir berast verður trúlegast hægt að gefa út byggingaleyfi í næstu viku. Ef athugasemdir berast þarf auðvitað að bregðast við. Börn í 2. og 3. bekk geta því vonandi innan fárra vikna komið aftur á Fossvogssskólalóðina. Við þurfum að taka faglegar á myglumálum Mygla getur komið upp í öllu húsnæði borgarinnar, ekki bara í skólunum. Reykjavík þarf því að vera undirbúin undir það að takast á við breytingu á starfsemi þegar upp koma rakaskemmdir og mygla í mjög mismunandi umhverfi. Við þurfum að taka faglegar á slíkum málum. Því töldum við rétt að leggja það fyrir borgarráð að búinn yrði til nýr vinnsluferill sem yrði fylgt þegar upp koma myglumál í fasteignum borgarinnar. Þessi nýi ferill er á lokametrunum og verður vonandi kynntur í byrjun september. Þessi nýi ferill mun ekki taka til baka þann tíma sem foreldrar og starfsmenn í Fossvogsskóla hafa varið til að berjast fyrir bættum og heilnæmari skóla. En Reykjavíkurborg þarf að passa að sami vandi komi ekki upp í öðru húsnæði. Myglumál eru verulega flókin og mikilvægt að setja slík mál strax í öruggt og gott ferli, þar sem ábyrgð á verkefnum er skýr, tekið er á samhæfingu á milli fagsviða og tryggt að allir starfi vel saman og að upplýsingar berist með bættri samskiptaáætlun. Á þetta hefur skort í Fossvogsskóla og við verðum, og við viljum, gera betur. Allt samfélagið þarf að bregðast við vaxandi mygluvanda Annar lærdómur í Fossvogsskólamálinu snýr að því hvernig tekið er á myglu almennt. Við þurfum betri leiðbeiningar frá umhverfisráðuneyti um hvernig meta skuli óheilbrigt loft í húsum og hvenær þurfi að bregðast við. Það er víða gró í húsum en það skiptir máli hvar hún er, um hvernig gró er að ræða og hversu mikið af henni er. Þarna þarf Heilbrigðiseftirlitið skýrari leiðbeiningar til að fylgja. Einnig þurfa Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknir að birta leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um meðhöndlun einstaklinga með einkenni vegna myglu. Þetta segi ég ekki til að varpa neinni ábyrgð frá Reykjavíkurborg, heldur sjáum við af tíðum fréttum af raka vandamálum og myglu í opinberum byggingum um allt land að þetta er viðvarandi vandamál sem þarf að takast á við og hafa alla ferla klára. Þá er einnig að finna raka og myglu í húsnæði í einkaeigu og þurfa heilsugæslur um allt land að geta gripið einstaklinga með einkenni vegna þessa vanda og vísað í rétta meðhöndlun. Hér er því verk að vinna og við verðum að gera það vel, því hér er heilsa og líf fólks undir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Það verður að viðurkennast að þetta ferli sem Fossvogsskóli hefur farið í gegn um á þessu kjörtímabili og því síðasta, vegna rakaskemmda og myglu, hefur ekki verið gott. Of mikið hefur einkennst af samskiptaskorti við foreldra og tregðu sem hefur grafið undan trausti foreldranna í hverfinu. Trausti sem við þurfum nú að byggja upp á nýtt. Upplýsingaflæðið þarf að vera betra Sem formaður borgarráðs stóð ég í þeirri trú að verkefnið væri í góðum farvegi eftir að málin voru tekin föstum tökum í borgarráði í mars sl. þegar ákveðið var að mynda verkefnastjórn með sérfræðingum, fulltrúum borgarinnar og foreldrum. Hóp sem innihélt fulltrúa frá verkfræðistofunni Eflu, að ósk foreldra. Verkefni þessarar verkefnastjórnar var að tryggja aðkomu allra að verkefninu, gott upplýsingaflæði og faglega og góða ákvarðanatöku. Í lok júlí samþykkti borgarráð svo að nemendur í 1.-3. bekk myndu stunda nám í færanlegum húsum á lóð skólans, að ósk foreldra, í stað þess að þessir nemar færu daglega með rútu í Korpuskóla í allan vetur. Við, í pólitíkinni héldum að þetta ferli gengi vel, í fullri sátt við foreldra barna í skólanum, þar til fréttir bárust af skólabyrjun í síðustu viku. Þarna misstum við boltann. En hratt var brugðist við og ég vona að sú lausn sem komið var niður á sé ásættanleg til skamms tíma. Grenndarkynningu á að ljúka á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst. Ef engar athugasemdir berast verður trúlegast hægt að gefa út byggingaleyfi í næstu viku. Ef athugasemdir berast þarf auðvitað að bregðast við. Börn í 2. og 3. bekk geta því vonandi innan fárra vikna komið aftur á Fossvogssskólalóðina. Við þurfum að taka faglegar á myglumálum Mygla getur komið upp í öllu húsnæði borgarinnar, ekki bara í skólunum. Reykjavík þarf því að vera undirbúin undir það að takast á við breytingu á starfsemi þegar upp koma rakaskemmdir og mygla í mjög mismunandi umhverfi. Við þurfum að taka faglegar á slíkum málum. Því töldum við rétt að leggja það fyrir borgarráð að búinn yrði til nýr vinnsluferill sem yrði fylgt þegar upp koma myglumál í fasteignum borgarinnar. Þessi nýi ferill er á lokametrunum og verður vonandi kynntur í byrjun september. Þessi nýi ferill mun ekki taka til baka þann tíma sem foreldrar og starfsmenn í Fossvogsskóla hafa varið til að berjast fyrir bættum og heilnæmari skóla. En Reykjavíkurborg þarf að passa að sami vandi komi ekki upp í öðru húsnæði. Myglumál eru verulega flókin og mikilvægt að setja slík mál strax í öruggt og gott ferli, þar sem ábyrgð á verkefnum er skýr, tekið er á samhæfingu á milli fagsviða og tryggt að allir starfi vel saman og að upplýsingar berist með bættri samskiptaáætlun. Á þetta hefur skort í Fossvogsskóla og við verðum, og við viljum, gera betur. Allt samfélagið þarf að bregðast við vaxandi mygluvanda Annar lærdómur í Fossvogsskólamálinu snýr að því hvernig tekið er á myglu almennt. Við þurfum betri leiðbeiningar frá umhverfisráðuneyti um hvernig meta skuli óheilbrigt loft í húsum og hvenær þurfi að bregðast við. Það er víða gró í húsum en það skiptir máli hvar hún er, um hvernig gró er að ræða og hversu mikið af henni er. Þarna þarf Heilbrigðiseftirlitið skýrari leiðbeiningar til að fylgja. Einnig þurfa Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknir að birta leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um meðhöndlun einstaklinga með einkenni vegna myglu. Þetta segi ég ekki til að varpa neinni ábyrgð frá Reykjavíkurborg, heldur sjáum við af tíðum fréttum af raka vandamálum og myglu í opinberum byggingum um allt land að þetta er viðvarandi vandamál sem þarf að takast á við og hafa alla ferla klára. Þá er einnig að finna raka og myglu í húsnæði í einkaeigu og þurfa heilsugæslur um allt land að geta gripið einstaklinga með einkenni vegna þessa vanda og vísað í rétta meðhöndlun. Hér er því verk að vinna og við verðum að gera það vel, því hér er heilsa og líf fólks undir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun