Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 19:57 Vera Jourova, gilda- og gegnsæisstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, (t.v.) með Clement Beaune, Evrópumálaráðherra Frakklands, á ráðherrafundi í Lúxemborg í dag. AP/John Thys Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess. Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess.
Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent