Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi út tilkynningu á Twitter um andlát forsetahundsins Champ.
„Fjölskylda okkar missti ástkæran félaga í dag. Ég mun sakna hans.“ sagði Biden á Twitter.
Champ var þýskur fjárhundur og hann varð þrettán ára gamall. Joe Biden keypti hundinn fyrir konu sína, Dr. Jill Biden, eftir forsetakosningarnar árið 2008 þegar hann varð varaforseti.
Bidenhjónin eiga enn hundinn Major sem er þriggja ára þýskur fjárhundur.
Our family lost our loving companion Champ today. I will miss him. pic.twitter.com/sePqXBIAsE
— President Biden (@POTUS) June 19, 2021