Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 16:27 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málsins í fullum gangi. Vísir/Einar Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum