Diskóljós á Alþingi Einar A. Brynjólfsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun