Cheney líklega bolað úr embætti á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 15:49 Liz Cheney og Kevin McCarthy. Hann stóð upprunalega við bakið á henni en styður nú að víkja henni úr embætti innan þingflokks Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Þingkonan Liz Cheney, þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir atkvæðagreiðslu um að víkja henni úr þeirri stöðu hennar. Leiðtogar flokksins eru ósáttir við að hún neiti að dreifa „stóru lyginni“ svokölluðu um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Donald Trump, fyrrverandi forseta, sigur í kosningunum í fyrra. Þetta er í annað sinn sem reyna á að koma Cheney úr embætti sínu innan þingflokksins en hún stóð síðustu atlögu af sér með stuðningin Kevins McCarthy, leiðtoga þingflokksins í fulltrúadeildinni. McCarthy hefur nú lýst yfir stuðningi við þingkonuna Elise Stefanik, sem vill embættið. Þá sendi McCarthy Repúblikönum bréf í gær, þar sem hann gaf í skyn að Cheney væri föst í fortíðinni og sagði að búast mætti við atkvæðagreiðslu á morgun, miðvikudag. BREAKING: @GOPLeader has sent a letter about recalling @Liz_Cheney."Having heard from so many of you in recent days, it s clear that we need to make a change. As such, you should anticipate a vote on recalling the Conference Chair this Wednesday. pic.twitter.com/P0Euyl2wM3— Jake Sherman (@JakeSherman) May 10, 2021 Aðrir þingmenn hafa slegið á svipaða strengi og McCarthy um að Cheney einblíni of mikið á fortíðina. Steve Scalise, annar æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni, gagnrýndi Cheney til að mynda nýverið fyrir blaðamannafund hennar um kosningarnar í fyrra. Scalise sagði að flestir Repúblikanar væru með hugann við næstu kosningar, frekar en þær síðustu. Það að McCarthy vilji einbeita sér að framtíðinni hefur vakið töluverða furðu vestanhafs og þá sérstaklega vegna þess að Cheney hefur lítið sagt annað en það sama og McCarthy sagði sjálfur eftir árásina á þinghúsið. Tónninn í honum hefur þó breyst mikið. Í samantekt CNN kemur fram að þann 12. janúar sagði Cheney á þingið að Trump hefði boðað æstan múg að þinghúsinu, safnað þeim saman og kveikt undir þeim eld. Hann bæri ábyrgð á árásinni og því myndi hún greiða atkvæði með ákæru. Tónninn gerbreyttur Næsta dag steig McCarthy í pontu og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með ákæru. Hann sagði þó að ljóst að Trump bæri ábyrgð á árásinni. Hann hefði átt að gera sitt besta til koma í veg fyrir árásina og fordæma hana við fyrsta tækifæri. Það hafi hann ekki gert, þó hann sæi hvað væri að gerast í þinghúsinu. Þá var útlit fyrir að Trump væri að missa tak sitt á Repúblikanaflokknum. Þremur mánuðum seinna var orðið ljóst að svo yrði ekki. Í viðtali á Fox News í síðasta mánuði var ljóst að tónn McCarthy hefði breyst. Þegar hann var spurður út í símtal sitt við Trump þann 6. janúar, á meðan árásin stóð yfir, sagði McCarthy að Trump hefði ekki vitað af árásinni, sem við vitum að hann fylgdist með í sjónvarpi og neitaði í fyrstu að gefa út yfirlýsingu. Þá hélt McCarthy því fram að um leið og hann hefði sagt Trump frá árásinni hefði hann gefið út yfirlýsingu á myndbandi þar sem hann reyndi að stöðva árásina. Trump, um Trump, frá Trump til Trumps Þó Cheney hafi ekki viljað það, þá hafa fjölmargir bandamenn Trumps á þingi dreift stóru lyginni svokölluðu á undanförnum vikum. Þeirra á meðal Stefanik. Hún gagnrýndi Trump harðlega í upphafi forsetatíðar hans en hefur færst nær honum í seinni tíð. Nú er hún meðal hans ötulustu stuðningsmanna og hefur hann lýst yfir stuðningi við hana. Þrátt fyrir að aðrir leiðtogar flokksins haldi því fram að svo sé ekki, má augljóslega rekja ástæðu þess að verið sé að bola Cheney frá vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ítrekuð og ósönn ummæli hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í forsetakosningunum í fyrra og vegna þess að hún segir Trump bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið þann 6. janúar og greiddi atkvæði með því að ákæra hann fyrir embættisbrot vegna hennar. Í árásinni reyndu stuðningsmenn forsetans fyrrverandi að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Fjölmargar rannsóknir víðsvegar um Bandaríkin, framkvæmdar af embættismönnum úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, hafa ekki sýnt fram á þess konar svindl sem Trump-liðar hafa lýst hafi átt sér stað. Þá hafa tugir dómsmála ekki farið Trump-liðum í vil. Washington Post hefur sagt frá því að í einrúmi hafi Repúblikanar á þingi sagst pirraðir í garð Trumps og þess hve mikið hann einbeitir sér að síðustu kosningum og því að ná sér niður á óvinum sínum. Þrátt fyrir það standi þeir þétt við bakið á Trump og vilji refsa Cheney, sem gerir það ekki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem reyna á að koma Cheney úr embætti sínu innan þingflokksins en hún stóð síðustu atlögu af sér með stuðningin Kevins McCarthy, leiðtoga þingflokksins í fulltrúadeildinni. McCarthy hefur nú lýst yfir stuðningi við þingkonuna Elise Stefanik, sem vill embættið. Þá sendi McCarthy Repúblikönum bréf í gær, þar sem hann gaf í skyn að Cheney væri föst í fortíðinni og sagði að búast mætti við atkvæðagreiðslu á morgun, miðvikudag. BREAKING: @GOPLeader has sent a letter about recalling @Liz_Cheney."Having heard from so many of you in recent days, it s clear that we need to make a change. As such, you should anticipate a vote on recalling the Conference Chair this Wednesday. pic.twitter.com/P0Euyl2wM3— Jake Sherman (@JakeSherman) May 10, 2021 Aðrir þingmenn hafa slegið á svipaða strengi og McCarthy um að Cheney einblíni of mikið á fortíðina. Steve Scalise, annar æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni, gagnrýndi Cheney til að mynda nýverið fyrir blaðamannafund hennar um kosningarnar í fyrra. Scalise sagði að flestir Repúblikanar væru með hugann við næstu kosningar, frekar en þær síðustu. Það að McCarthy vilji einbeita sér að framtíðinni hefur vakið töluverða furðu vestanhafs og þá sérstaklega vegna þess að Cheney hefur lítið sagt annað en það sama og McCarthy sagði sjálfur eftir árásina á þinghúsið. Tónninn í honum hefur þó breyst mikið. Í samantekt CNN kemur fram að þann 12. janúar sagði Cheney á þingið að Trump hefði boðað æstan múg að þinghúsinu, safnað þeim saman og kveikt undir þeim eld. Hann bæri ábyrgð á árásinni og því myndi hún greiða atkvæði með ákæru. Tónninn gerbreyttur Næsta dag steig McCarthy í pontu og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með ákæru. Hann sagði þó að ljóst að Trump bæri ábyrgð á árásinni. Hann hefði átt að gera sitt besta til koma í veg fyrir árásina og fordæma hana við fyrsta tækifæri. Það hafi hann ekki gert, þó hann sæi hvað væri að gerast í þinghúsinu. Þá var útlit fyrir að Trump væri að missa tak sitt á Repúblikanaflokknum. Þremur mánuðum seinna var orðið ljóst að svo yrði ekki. Í viðtali á Fox News í síðasta mánuði var ljóst að tónn McCarthy hefði breyst. Þegar hann var spurður út í símtal sitt við Trump þann 6. janúar, á meðan árásin stóð yfir, sagði McCarthy að Trump hefði ekki vitað af árásinni, sem við vitum að hann fylgdist með í sjónvarpi og neitaði í fyrstu að gefa út yfirlýsingu. Þá hélt McCarthy því fram að um leið og hann hefði sagt Trump frá árásinni hefði hann gefið út yfirlýsingu á myndbandi þar sem hann reyndi að stöðva árásina. Trump, um Trump, frá Trump til Trumps Þó Cheney hafi ekki viljað það, þá hafa fjölmargir bandamenn Trumps á þingi dreift stóru lyginni svokölluðu á undanförnum vikum. Þeirra á meðal Stefanik. Hún gagnrýndi Trump harðlega í upphafi forsetatíðar hans en hefur færst nær honum í seinni tíð. Nú er hún meðal hans ötulustu stuðningsmanna og hefur hann lýst yfir stuðningi við hana. Þrátt fyrir að aðrir leiðtogar flokksins haldi því fram að svo sé ekki, má augljóslega rekja ástæðu þess að verið sé að bola Cheney frá vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ítrekuð og ósönn ummæli hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í forsetakosningunum í fyrra og vegna þess að hún segir Trump bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið þann 6. janúar og greiddi atkvæði með því að ákæra hann fyrir embættisbrot vegna hennar. Í árásinni reyndu stuðningsmenn forsetans fyrrverandi að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Fjölmargar rannsóknir víðsvegar um Bandaríkin, framkvæmdar af embættismönnum úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, hafa ekki sýnt fram á þess konar svindl sem Trump-liðar hafa lýst hafi átt sér stað. Þá hafa tugir dómsmála ekki farið Trump-liðum í vil. Washington Post hefur sagt frá því að í einrúmi hafi Repúblikanar á þingi sagst pirraðir í garð Trumps og þess hve mikið hann einbeitir sér að síðustu kosningum og því að ná sér niður á óvinum sínum. Þrátt fyrir það standi þeir þétt við bakið á Trump og vilji refsa Cheney, sem gerir það ekki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22
Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00
Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21
Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38
Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57