Ójafn leikur: TR gegn einstaklingi Viðar Eggertsson skrifar 8. maí 2021 16:30 Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Tryggingar Heilbrigðismál Stjórnsýsla Viðar Eggertsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar