Blómlegir tollar Elín Dís Vignisdóttir skrifar 6. maí 2021 08:00 Nú líður að mæðradegi og margir sem leggja leið sína í blómaverslanir til að gleðja mæður landsins. Værum við ekki flest til í að geta gert það oftar eða einfaldlega kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig. Félag atvinnurekanda (FA) vakti athygli á því í frétt á síðu sinni 16. febrúar sl. skömmu fyrir konudag að ofurtollar á blóm og takmörkuð samkeppni við innlenda blómaræktendur væri meginorsök þess að konudagsvöndurinn væri “svona dýr”. Sem dæmi nefnir formaður FA rós sem sé keypt á eina evru í öðru EES ríki, eða 156 krónur miðað við gengi evru þann dag. Á rósina leggst 30% verðtollur og 95 króna stykkjatollur. Rósin kostar því hingað komin til landsins um 298 kr. Þá hefur ekki verið tekið tillit til flutningskostnaðar, tollskýrslugerðar, virðisaukaskatts og fleiri kostnaðarliða sem tengjast innflutningi. Sömu tollar eru lagðir á allar tegundir blóma sem framleidd eru hér á landi og hugsunin væntanlega sú að vernda íslenska framleiðslu fyrir samkeppni. Eins og rakið verður hér á eftir virðist þó ansi langt seilst til að ná þessu markmiði, annars vegar vegna þess að tollverndin nær langt út fyrir þær blómategundir sem framleiddar eru hér á landi, og hins vegar vegna þess að innlendir framleiðendur anna oft ekki eftirspurn á þeim tegundum sem þeir framleiða. Tollvernd vara sem ekki eru framleiddar á Íslandi Raunin er sú að þessir háu tollar, sem lagðir eru á rósir, eru einnig lagðir á flestallar tegundir afskorinna blóma sem blómaverslanir flytja nú orðið inn, þrátt fyrir að þær séu ekki ræktaðar hér á landi né sambærilegar tegundir. Sem dæmi má nefna eru sömu tollar á bóndarósum, brúðarslöri, vaxblómum, ranaculus, anemonum, hortensíum, eucalyptus greinum o.fl. tegundum. Hver eru rökin að baki því? Eins og komið hefur fram er meginreglan sú að á afskornum blómum er 30% tollur og magntollur sem í flestum tilfellum er 95 kr. á hvert stykki. Örfáar blómategundir er hægt að flytja inn á lægri tollum á grundvelli fríverslunarsamninga en þær eru svo fáar að það hefur takmarkaða þýðingu. Langflestar tegundir sem fluttar eru inn í dag eru ræktaðar innan ESB ríkja. Svo virðist hins vegar sem að lægri tollflokkur vegna fríverslunarsamnings Íslands og ESB hafi verið fjarlægður úr flestum tollskrárnúmerum og því ekki unnt að flytja þær inn á lægri tollum en meginreglan kveður á um, óháð því hvort ræktuð sé sama tegund eða sambærileg hér á landi. Núverandi tollafyrirkomulag hefur verið svo til óbreytt í rúm 25 ár og gerir íslenskum blómaframleiðendum kleift að halda uppi verðinu á sínum vörum og hamlar samkeppni á markaðnum. Sú tollvernd sem þeir njóta virðist einnig ná langt út fyrir þær vörur sem þeir bjóða uppá. Íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn Það sem mælir einnig gegn svo ríkri tollvernd sem raun ber vitni er sú staðreynd að íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn til blómaverslana landsins. Þetta á sérstaklega við um stóra blómadaga líkt og konudag, mæðradag og hátíðisdaga en jafnframt annar innlend blómaframleiðsla ekki eftirspurn fyrir einstök stór verkefni. Þá óska viðskiptavinir blómaverslana eftir sambærilegu úrvali og sjá má í nágrannalöndum, á samfélagsmiðlum, í blöðum og víðar og erlendir viðskiptavinir sem flykkst hafa hingað til lands til að gifta sig og halda ráðstefnur eða aðra viðburði óska eftir ákveðnum tegundum sem ekki eru framleiddar hér á landi. Staðan í dag er orðin sú að stór hluti blóma og plantna sem seldar eru í blómaverslunum og viðskiptavinir óska eftir er ekki ræktaður hér á landi né sambærilegar tegundir. Innflutningur nauðsynlegur Niðurstaðan eftir rekstur blómaverslunar síðastliðin sjö ár er að innflutningur blóma og plantna er nauðsynlegur til að halda uppi rekstri blómaverslana í dag. Hann er nauðsynlegur bæði vegna skorts á blómum til blómaverslana frá innlendum framleiðendum og vegna þess hve lítið úrval af blómum er ræktað hér á landi. Tegundirnar eru fáar og skortur er á litaúrvali á þeim tegundum sem ræktaðar eru hér. Þá eru nánast engar pottaplöntur ræktaðar hér á landi og flestar stærri blómaverslanir eru einnig farnar að flytja þær inn vegna aukinnar eftirspurnar. Innflutningurinn er einnig nauðsynlegur til að blómaverslanir geti skapað sér sérstöðu, og boðið upp á úrval sem uppfyllir þarfir viðskiptavinanna sem í leiðinni stuðlar að frekari samkeppni á markaðnum. FA með stuðningi 25 blómaverslana og samtaka verslunar og þjónustu fyrir hönd hagsmunahóps blómaverslana hafa á undanförnum misserum ítrekað sent erindi til stjórnvalda og óskað eftir skýringum og endurskoðun á blómatollum án niðurstöðu. Enn er ósvarað hverja og hvað er verið að vernda með núverandi fyrirkomulagi. Ætla mætti að hægt væri að vernda íslenska framleiðendur en jafnframt fella niður tolla á þeim vörum sem ekki eru framleiddar hér á landi og með því stuðla að samkeppnishæfari rekstrarumhverfi fyrir blómaverslanir og tryggja rekstur þeirra til frambúðar auk lægra verðs til neytenda. Með von um að vinna við endurskoðun á núverandi tollaumhverfi blómaverslana verði hafin sem fyrst. Gleðilegan og blómlegan mæðradag. Höfundur er rekstraraðili 4 Árstíða blómaverslunar, varaformaður hagsmunahóps blómaverslana og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mæðradagurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú líður að mæðradegi og margir sem leggja leið sína í blómaverslanir til að gleðja mæður landsins. Værum við ekki flest til í að geta gert það oftar eða einfaldlega kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig. Félag atvinnurekanda (FA) vakti athygli á því í frétt á síðu sinni 16. febrúar sl. skömmu fyrir konudag að ofurtollar á blóm og takmörkuð samkeppni við innlenda blómaræktendur væri meginorsök þess að konudagsvöndurinn væri “svona dýr”. Sem dæmi nefnir formaður FA rós sem sé keypt á eina evru í öðru EES ríki, eða 156 krónur miðað við gengi evru þann dag. Á rósina leggst 30% verðtollur og 95 króna stykkjatollur. Rósin kostar því hingað komin til landsins um 298 kr. Þá hefur ekki verið tekið tillit til flutningskostnaðar, tollskýrslugerðar, virðisaukaskatts og fleiri kostnaðarliða sem tengjast innflutningi. Sömu tollar eru lagðir á allar tegundir blóma sem framleidd eru hér á landi og hugsunin væntanlega sú að vernda íslenska framleiðslu fyrir samkeppni. Eins og rakið verður hér á eftir virðist þó ansi langt seilst til að ná þessu markmiði, annars vegar vegna þess að tollverndin nær langt út fyrir þær blómategundir sem framleiddar eru hér á landi, og hins vegar vegna þess að innlendir framleiðendur anna oft ekki eftirspurn á þeim tegundum sem þeir framleiða. Tollvernd vara sem ekki eru framleiddar á Íslandi Raunin er sú að þessir háu tollar, sem lagðir eru á rósir, eru einnig lagðir á flestallar tegundir afskorinna blóma sem blómaverslanir flytja nú orðið inn, þrátt fyrir að þær séu ekki ræktaðar hér á landi né sambærilegar tegundir. Sem dæmi má nefna eru sömu tollar á bóndarósum, brúðarslöri, vaxblómum, ranaculus, anemonum, hortensíum, eucalyptus greinum o.fl. tegundum. Hver eru rökin að baki því? Eins og komið hefur fram er meginreglan sú að á afskornum blómum er 30% tollur og magntollur sem í flestum tilfellum er 95 kr. á hvert stykki. Örfáar blómategundir er hægt að flytja inn á lægri tollum á grundvelli fríverslunarsamninga en þær eru svo fáar að það hefur takmarkaða þýðingu. Langflestar tegundir sem fluttar eru inn í dag eru ræktaðar innan ESB ríkja. Svo virðist hins vegar sem að lægri tollflokkur vegna fríverslunarsamnings Íslands og ESB hafi verið fjarlægður úr flestum tollskrárnúmerum og því ekki unnt að flytja þær inn á lægri tollum en meginreglan kveður á um, óháð því hvort ræktuð sé sama tegund eða sambærileg hér á landi. Núverandi tollafyrirkomulag hefur verið svo til óbreytt í rúm 25 ár og gerir íslenskum blómaframleiðendum kleift að halda uppi verðinu á sínum vörum og hamlar samkeppni á markaðnum. Sú tollvernd sem þeir njóta virðist einnig ná langt út fyrir þær vörur sem þeir bjóða uppá. Íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn Það sem mælir einnig gegn svo ríkri tollvernd sem raun ber vitni er sú staðreynd að íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn til blómaverslana landsins. Þetta á sérstaklega við um stóra blómadaga líkt og konudag, mæðradag og hátíðisdaga en jafnframt annar innlend blómaframleiðsla ekki eftirspurn fyrir einstök stór verkefni. Þá óska viðskiptavinir blómaverslana eftir sambærilegu úrvali og sjá má í nágrannalöndum, á samfélagsmiðlum, í blöðum og víðar og erlendir viðskiptavinir sem flykkst hafa hingað til lands til að gifta sig og halda ráðstefnur eða aðra viðburði óska eftir ákveðnum tegundum sem ekki eru framleiddar hér á landi. Staðan í dag er orðin sú að stór hluti blóma og plantna sem seldar eru í blómaverslunum og viðskiptavinir óska eftir er ekki ræktaður hér á landi né sambærilegar tegundir. Innflutningur nauðsynlegur Niðurstaðan eftir rekstur blómaverslunar síðastliðin sjö ár er að innflutningur blóma og plantna er nauðsynlegur til að halda uppi rekstri blómaverslana í dag. Hann er nauðsynlegur bæði vegna skorts á blómum til blómaverslana frá innlendum framleiðendum og vegna þess hve lítið úrval af blómum er ræktað hér á landi. Tegundirnar eru fáar og skortur er á litaúrvali á þeim tegundum sem ræktaðar eru hér. Þá eru nánast engar pottaplöntur ræktaðar hér á landi og flestar stærri blómaverslanir eru einnig farnar að flytja þær inn vegna aukinnar eftirspurnar. Innflutningurinn er einnig nauðsynlegur til að blómaverslanir geti skapað sér sérstöðu, og boðið upp á úrval sem uppfyllir þarfir viðskiptavinanna sem í leiðinni stuðlar að frekari samkeppni á markaðnum. FA með stuðningi 25 blómaverslana og samtaka verslunar og þjónustu fyrir hönd hagsmunahóps blómaverslana hafa á undanförnum misserum ítrekað sent erindi til stjórnvalda og óskað eftir skýringum og endurskoðun á blómatollum án niðurstöðu. Enn er ósvarað hverja og hvað er verið að vernda með núverandi fyrirkomulagi. Ætla mætti að hægt væri að vernda íslenska framleiðendur en jafnframt fella niður tolla á þeim vörum sem ekki eru framleiddar hér á landi og með því stuðla að samkeppnishæfari rekstrarumhverfi fyrir blómaverslanir og tryggja rekstur þeirra til frambúðar auk lægra verðs til neytenda. Með von um að vinna við endurskoðun á núverandi tollaumhverfi blómaverslana verði hafin sem fyrst. Gleðilegan og blómlegan mæðradag. Höfundur er rekstraraðili 4 Árstíða blómaverslunar, varaformaður hagsmunahóps blómaverslana og lögfræðingur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun