Blómlegir tollar Elín Dís Vignisdóttir skrifar 6. maí 2021 08:00 Nú líður að mæðradegi og margir sem leggja leið sína í blómaverslanir til að gleðja mæður landsins. Værum við ekki flest til í að geta gert það oftar eða einfaldlega kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig. Félag atvinnurekanda (FA) vakti athygli á því í frétt á síðu sinni 16. febrúar sl. skömmu fyrir konudag að ofurtollar á blóm og takmörkuð samkeppni við innlenda blómaræktendur væri meginorsök þess að konudagsvöndurinn væri “svona dýr”. Sem dæmi nefnir formaður FA rós sem sé keypt á eina evru í öðru EES ríki, eða 156 krónur miðað við gengi evru þann dag. Á rósina leggst 30% verðtollur og 95 króna stykkjatollur. Rósin kostar því hingað komin til landsins um 298 kr. Þá hefur ekki verið tekið tillit til flutningskostnaðar, tollskýrslugerðar, virðisaukaskatts og fleiri kostnaðarliða sem tengjast innflutningi. Sömu tollar eru lagðir á allar tegundir blóma sem framleidd eru hér á landi og hugsunin væntanlega sú að vernda íslenska framleiðslu fyrir samkeppni. Eins og rakið verður hér á eftir virðist þó ansi langt seilst til að ná þessu markmiði, annars vegar vegna þess að tollverndin nær langt út fyrir þær blómategundir sem framleiddar eru hér á landi, og hins vegar vegna þess að innlendir framleiðendur anna oft ekki eftirspurn á þeim tegundum sem þeir framleiða. Tollvernd vara sem ekki eru framleiddar á Íslandi Raunin er sú að þessir háu tollar, sem lagðir eru á rósir, eru einnig lagðir á flestallar tegundir afskorinna blóma sem blómaverslanir flytja nú orðið inn, þrátt fyrir að þær séu ekki ræktaðar hér á landi né sambærilegar tegundir. Sem dæmi má nefna eru sömu tollar á bóndarósum, brúðarslöri, vaxblómum, ranaculus, anemonum, hortensíum, eucalyptus greinum o.fl. tegundum. Hver eru rökin að baki því? Eins og komið hefur fram er meginreglan sú að á afskornum blómum er 30% tollur og magntollur sem í flestum tilfellum er 95 kr. á hvert stykki. Örfáar blómategundir er hægt að flytja inn á lægri tollum á grundvelli fríverslunarsamninga en þær eru svo fáar að það hefur takmarkaða þýðingu. Langflestar tegundir sem fluttar eru inn í dag eru ræktaðar innan ESB ríkja. Svo virðist hins vegar sem að lægri tollflokkur vegna fríverslunarsamnings Íslands og ESB hafi verið fjarlægður úr flestum tollskrárnúmerum og því ekki unnt að flytja þær inn á lægri tollum en meginreglan kveður á um, óháð því hvort ræktuð sé sama tegund eða sambærileg hér á landi. Núverandi tollafyrirkomulag hefur verið svo til óbreytt í rúm 25 ár og gerir íslenskum blómaframleiðendum kleift að halda uppi verðinu á sínum vörum og hamlar samkeppni á markaðnum. Sú tollvernd sem þeir njóta virðist einnig ná langt út fyrir þær vörur sem þeir bjóða uppá. Íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn Það sem mælir einnig gegn svo ríkri tollvernd sem raun ber vitni er sú staðreynd að íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn til blómaverslana landsins. Þetta á sérstaklega við um stóra blómadaga líkt og konudag, mæðradag og hátíðisdaga en jafnframt annar innlend blómaframleiðsla ekki eftirspurn fyrir einstök stór verkefni. Þá óska viðskiptavinir blómaverslana eftir sambærilegu úrvali og sjá má í nágrannalöndum, á samfélagsmiðlum, í blöðum og víðar og erlendir viðskiptavinir sem flykkst hafa hingað til lands til að gifta sig og halda ráðstefnur eða aðra viðburði óska eftir ákveðnum tegundum sem ekki eru framleiddar hér á landi. Staðan í dag er orðin sú að stór hluti blóma og plantna sem seldar eru í blómaverslunum og viðskiptavinir óska eftir er ekki ræktaður hér á landi né sambærilegar tegundir. Innflutningur nauðsynlegur Niðurstaðan eftir rekstur blómaverslunar síðastliðin sjö ár er að innflutningur blóma og plantna er nauðsynlegur til að halda uppi rekstri blómaverslana í dag. Hann er nauðsynlegur bæði vegna skorts á blómum til blómaverslana frá innlendum framleiðendum og vegna þess hve lítið úrval af blómum er ræktað hér á landi. Tegundirnar eru fáar og skortur er á litaúrvali á þeim tegundum sem ræktaðar eru hér. Þá eru nánast engar pottaplöntur ræktaðar hér á landi og flestar stærri blómaverslanir eru einnig farnar að flytja þær inn vegna aukinnar eftirspurnar. Innflutningurinn er einnig nauðsynlegur til að blómaverslanir geti skapað sér sérstöðu, og boðið upp á úrval sem uppfyllir þarfir viðskiptavinanna sem í leiðinni stuðlar að frekari samkeppni á markaðnum. FA með stuðningi 25 blómaverslana og samtaka verslunar og þjónustu fyrir hönd hagsmunahóps blómaverslana hafa á undanförnum misserum ítrekað sent erindi til stjórnvalda og óskað eftir skýringum og endurskoðun á blómatollum án niðurstöðu. Enn er ósvarað hverja og hvað er verið að vernda með núverandi fyrirkomulagi. Ætla mætti að hægt væri að vernda íslenska framleiðendur en jafnframt fella niður tolla á þeim vörum sem ekki eru framleiddar hér á landi og með því stuðla að samkeppnishæfari rekstrarumhverfi fyrir blómaverslanir og tryggja rekstur þeirra til frambúðar auk lægra verðs til neytenda. Með von um að vinna við endurskoðun á núverandi tollaumhverfi blómaverslana verði hafin sem fyrst. Gleðilegan og blómlegan mæðradag. Höfundur er rekstraraðili 4 Árstíða blómaverslunar, varaformaður hagsmunahóps blómaverslana og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mæðradagurinn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að mæðradegi og margir sem leggja leið sína í blómaverslanir til að gleðja mæður landsins. Værum við ekki flest til í að geta gert það oftar eða einfaldlega kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig. Félag atvinnurekanda (FA) vakti athygli á því í frétt á síðu sinni 16. febrúar sl. skömmu fyrir konudag að ofurtollar á blóm og takmörkuð samkeppni við innlenda blómaræktendur væri meginorsök þess að konudagsvöndurinn væri “svona dýr”. Sem dæmi nefnir formaður FA rós sem sé keypt á eina evru í öðru EES ríki, eða 156 krónur miðað við gengi evru þann dag. Á rósina leggst 30% verðtollur og 95 króna stykkjatollur. Rósin kostar því hingað komin til landsins um 298 kr. Þá hefur ekki verið tekið tillit til flutningskostnaðar, tollskýrslugerðar, virðisaukaskatts og fleiri kostnaðarliða sem tengjast innflutningi. Sömu tollar eru lagðir á allar tegundir blóma sem framleidd eru hér á landi og hugsunin væntanlega sú að vernda íslenska framleiðslu fyrir samkeppni. Eins og rakið verður hér á eftir virðist þó ansi langt seilst til að ná þessu markmiði, annars vegar vegna þess að tollverndin nær langt út fyrir þær blómategundir sem framleiddar eru hér á landi, og hins vegar vegna þess að innlendir framleiðendur anna oft ekki eftirspurn á þeim tegundum sem þeir framleiða. Tollvernd vara sem ekki eru framleiddar á Íslandi Raunin er sú að þessir háu tollar, sem lagðir eru á rósir, eru einnig lagðir á flestallar tegundir afskorinna blóma sem blómaverslanir flytja nú orðið inn, þrátt fyrir að þær séu ekki ræktaðar hér á landi né sambærilegar tegundir. Sem dæmi má nefna eru sömu tollar á bóndarósum, brúðarslöri, vaxblómum, ranaculus, anemonum, hortensíum, eucalyptus greinum o.fl. tegundum. Hver eru rökin að baki því? Eins og komið hefur fram er meginreglan sú að á afskornum blómum er 30% tollur og magntollur sem í flestum tilfellum er 95 kr. á hvert stykki. Örfáar blómategundir er hægt að flytja inn á lægri tollum á grundvelli fríverslunarsamninga en þær eru svo fáar að það hefur takmarkaða þýðingu. Langflestar tegundir sem fluttar eru inn í dag eru ræktaðar innan ESB ríkja. Svo virðist hins vegar sem að lægri tollflokkur vegna fríverslunarsamnings Íslands og ESB hafi verið fjarlægður úr flestum tollskrárnúmerum og því ekki unnt að flytja þær inn á lægri tollum en meginreglan kveður á um, óháð því hvort ræktuð sé sama tegund eða sambærileg hér á landi. Núverandi tollafyrirkomulag hefur verið svo til óbreytt í rúm 25 ár og gerir íslenskum blómaframleiðendum kleift að halda uppi verðinu á sínum vörum og hamlar samkeppni á markaðnum. Sú tollvernd sem þeir njóta virðist einnig ná langt út fyrir þær vörur sem þeir bjóða uppá. Íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn Það sem mælir einnig gegn svo ríkri tollvernd sem raun ber vitni er sú staðreynd að íslensk blómaframleiðsla annar ekki eftirspurn til blómaverslana landsins. Þetta á sérstaklega við um stóra blómadaga líkt og konudag, mæðradag og hátíðisdaga en jafnframt annar innlend blómaframleiðsla ekki eftirspurn fyrir einstök stór verkefni. Þá óska viðskiptavinir blómaverslana eftir sambærilegu úrvali og sjá má í nágrannalöndum, á samfélagsmiðlum, í blöðum og víðar og erlendir viðskiptavinir sem flykkst hafa hingað til lands til að gifta sig og halda ráðstefnur eða aðra viðburði óska eftir ákveðnum tegundum sem ekki eru framleiddar hér á landi. Staðan í dag er orðin sú að stór hluti blóma og plantna sem seldar eru í blómaverslunum og viðskiptavinir óska eftir er ekki ræktaður hér á landi né sambærilegar tegundir. Innflutningur nauðsynlegur Niðurstaðan eftir rekstur blómaverslunar síðastliðin sjö ár er að innflutningur blóma og plantna er nauðsynlegur til að halda uppi rekstri blómaverslana í dag. Hann er nauðsynlegur bæði vegna skorts á blómum til blómaverslana frá innlendum framleiðendum og vegna þess hve lítið úrval af blómum er ræktað hér á landi. Tegundirnar eru fáar og skortur er á litaúrvali á þeim tegundum sem ræktaðar eru hér. Þá eru nánast engar pottaplöntur ræktaðar hér á landi og flestar stærri blómaverslanir eru einnig farnar að flytja þær inn vegna aukinnar eftirspurnar. Innflutningurinn er einnig nauðsynlegur til að blómaverslanir geti skapað sér sérstöðu, og boðið upp á úrval sem uppfyllir þarfir viðskiptavinanna sem í leiðinni stuðlar að frekari samkeppni á markaðnum. FA með stuðningi 25 blómaverslana og samtaka verslunar og þjónustu fyrir hönd hagsmunahóps blómaverslana hafa á undanförnum misserum ítrekað sent erindi til stjórnvalda og óskað eftir skýringum og endurskoðun á blómatollum án niðurstöðu. Enn er ósvarað hverja og hvað er verið að vernda með núverandi fyrirkomulagi. Ætla mætti að hægt væri að vernda íslenska framleiðendur en jafnframt fella niður tolla á þeim vörum sem ekki eru framleiddar hér á landi og með því stuðla að samkeppnishæfari rekstrarumhverfi fyrir blómaverslanir og tryggja rekstur þeirra til frambúðar auk lægra verðs til neytenda. Með von um að vinna við endurskoðun á núverandi tollaumhverfi blómaverslana verði hafin sem fyrst. Gleðilegan og blómlegan mæðradag. Höfundur er rekstraraðili 4 Árstíða blómaverslunar, varaformaður hagsmunahóps blómaverslana og lögfræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun