Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 09:15 Smíði geimstöðvarinnar hófst árið 1998 og fyrstu geimfararnir fóru þar um borð árið 2000. Sérfræðingar segja hægt að halda rekstri geimstöðvarinnar áfram til ársins 2028 í hið minnsta. Vísir/NASA Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. Nýr kafli virðist vera að hefjast í kapphlaupinu í geimnum sem staðið hefur yfir, í áföngum, í áratugi. Samvinna Rússa og Bandaríkjamanna hefur að mestu snúið að Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Rússar tilkynntu þó í síðustu viku að þeir ætluðu að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025. Í kjölfarið var svo tilkynnt að Rússar ætluðu sér að koma nýrri geimstöð á braut um jörðu fyrir árið 2030. Þá ætla þeir einnig að byggja nýja geimstöð á tunglinu, í samstarfi við Kínverja. Það var eftir að Bandaríkin buðu Rússum að taka þátt í Artemis-áætluninni sem snýr að því að senda menn til tunglsins, mögulega á árinu 2024, koma þar upp varanlegri bækistöð og nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Nýja geimstöðin á að vera í hærri sporbraut og vera að miklu leyti stýrt af gervigreind og vélmennum, samkvæmt Júrí Borisov, aðstoðarforsætisráðherra, sem vitnað er í í frétt CNN. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Það voru geimfararnir William Shepherd, frá Bandaríkjunum, og Sergei Krikalev og Yuri Gidsenkó, frá Rússlandi. Sergei Krikalev, William Shepherd og Yuri Gidsenkó.Vísir/NASA Þegar þetta er skrifað eru ellefu geimfarar um borð í geimstöðinni og þar af eru tveir Rússar, tveir Japanar, einn Frakki og sex Bandaríkjamenn. Sérfræðingar NASA segja að fátt standi í vegi þess að halda starfsemi geimstöðvarinnar áfram til minnst 2028. Einhverjar uppfærslur þurfi til en hin 440 tonna geimstöð mun þó alltaf enda í bitum á botni Kyrrahafsins. Ellefu geimfarar eru um borð í geimstöðinni þegar þetta er skrifað.Vísir/NASA Eins og segir í grein FT þurftu vestrænir aðilar að geimstöðinni sérstaklega á Rússum að halda vegna Soyuz-eldflauganna. Þær hafa verið einstaklega áreiðanlegar og geta flutt mikinn farm út í geim. Þá treysti Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, á greiðslur annarra ríkja fyrir geimskotin. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna greiddi til að mynda 3,9 milljarða dala fyrir sæti fyrir geimfara um borð í Soyuz-eldflaugum á árunum 2011 til 2019. Það var árið 2011 sem Bandaríkin hættu að nota geimskutlurnar gömlu og reiddu þeir sig í kjölfarið alfarið á Rússa til að koma fólki til geimstöðvarinnar. Þetta samstarf Rússa og Bandaríkjamanna hefur verið stöðugt, jafnvel þó samband ríkjanna hafi verið óstöðugt. Brottrekstur erindreka, viðskiptaþvinganir, refsiaðgerðir og aðrir neikvæðir kaflar í sögu ríkjanna hafa ekki komið niður á samvinnu geimvísindamanna og geimfara. Nú hafa Bandaríkin sent þrjá hópa geimfara til geimstöðvarinnar með eldflaugum og geimförum fyrirtækisins SpaceX. Aukinn áreiðanleiki SpaceX hefur í för með sér minni áherslu á Rússa og Soyuz-eldflaugar þeirra. Þá var það í kjölfar þess að Bandaríkin og önnur ríki beittu Rússa refsiaðgerðum í kjölfar innlimunar þeirra á Krímskaga af Úkraínu, sem Rússar fóru að líta til Kína. Tvö rússnesk geimför áföst Alþjóðlegu geimstöðinni. Soyuz-geimfar og Progress.Vísir/NASA Stefnir í nýtt kapphlaup Útlit er fyrir nýtt kapphlaup á næstu árum, sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins og reisa þar geimstöð. Kínverjar stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á braut um jörðu á næstunni, mögulega á fimmtudaginn. Kínverjum hefur ekki verið leyft að koma að samstarfinu í kringum ISS vegna ótta Bandaríkjamanna á leka leynilegra gagna og þjófnaðar á tækni. Ráðamenn í Kína hafa reynt að leita að samstarfi við Evrópumenn en það hefur litlum árangri skilað. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Fyrsti hluti geimstöðvarinn er 16,6 metra langur með 4,2 metra þvermál og um 22 tonn að þyngd. Í heildina verður geimstöðin í þremur hlutum og um 66 tonn að þyngd og á hún að hýsa þrjá geimfara í hálft ár í senn. Vonast er til þess að senda geimfara til geimstöðvarinnar strax í júní, samkvæmt frétt kínverska ríkisdagblaðsins Global Times. Heilt yfir stendur til að senda um ellefu geimför vegna byggingar geimstöðvarinnar á næstu tveimur árum. Þar af fjögur mönnuð geimför. Í kjölfarið ætla Kínverjar að reisa geimstöðina með Rússum og er verið að þróa stærðarinnar eldflaug í Kína sem nota á til að skjóta meira en 50 tonnum út í geim í hverju geimskoti. Allir beina sjónum sínum að tunglinu Geimkapphlaupið er ekki nýtt. Það hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins og hefur í raun staðið yfir síðan. Ríki heimsins keppast um að vera fyrst til að gera hitt og þetta í geimnum. Í gamla daga snerist kapphlaupið að miklu leyti um tunglið og er farið að gera það aftur. Kapp er lagt á að koma mönnum þangað á nýjan leik og þaðan lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tunglið Rússland Bandaríkin Kína Artemis-áætlunin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. 20. apríl 2021 13:32 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Nýr kafli virðist vera að hefjast í kapphlaupinu í geimnum sem staðið hefur yfir, í áföngum, í áratugi. Samvinna Rússa og Bandaríkjamanna hefur að mestu snúið að Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Rússar tilkynntu þó í síðustu viku að þeir ætluðu að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025. Í kjölfarið var svo tilkynnt að Rússar ætluðu sér að koma nýrri geimstöð á braut um jörðu fyrir árið 2030. Þá ætla þeir einnig að byggja nýja geimstöð á tunglinu, í samstarfi við Kínverja. Það var eftir að Bandaríkin buðu Rússum að taka þátt í Artemis-áætluninni sem snýr að því að senda menn til tunglsins, mögulega á árinu 2024, koma þar upp varanlegri bækistöð og nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Nýja geimstöðin á að vera í hærri sporbraut og vera að miklu leyti stýrt af gervigreind og vélmennum, samkvæmt Júrí Borisov, aðstoðarforsætisráðherra, sem vitnað er í í frétt CNN. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Það voru geimfararnir William Shepherd, frá Bandaríkjunum, og Sergei Krikalev og Yuri Gidsenkó, frá Rússlandi. Sergei Krikalev, William Shepherd og Yuri Gidsenkó.Vísir/NASA Þegar þetta er skrifað eru ellefu geimfarar um borð í geimstöðinni og þar af eru tveir Rússar, tveir Japanar, einn Frakki og sex Bandaríkjamenn. Sérfræðingar NASA segja að fátt standi í vegi þess að halda starfsemi geimstöðvarinnar áfram til minnst 2028. Einhverjar uppfærslur þurfi til en hin 440 tonna geimstöð mun þó alltaf enda í bitum á botni Kyrrahafsins. Ellefu geimfarar eru um borð í geimstöðinni þegar þetta er skrifað.Vísir/NASA Eins og segir í grein FT þurftu vestrænir aðilar að geimstöðinni sérstaklega á Rússum að halda vegna Soyuz-eldflauganna. Þær hafa verið einstaklega áreiðanlegar og geta flutt mikinn farm út í geim. Þá treysti Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, á greiðslur annarra ríkja fyrir geimskotin. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna greiddi til að mynda 3,9 milljarða dala fyrir sæti fyrir geimfara um borð í Soyuz-eldflaugum á árunum 2011 til 2019. Það var árið 2011 sem Bandaríkin hættu að nota geimskutlurnar gömlu og reiddu þeir sig í kjölfarið alfarið á Rússa til að koma fólki til geimstöðvarinnar. Þetta samstarf Rússa og Bandaríkjamanna hefur verið stöðugt, jafnvel þó samband ríkjanna hafi verið óstöðugt. Brottrekstur erindreka, viðskiptaþvinganir, refsiaðgerðir og aðrir neikvæðir kaflar í sögu ríkjanna hafa ekki komið niður á samvinnu geimvísindamanna og geimfara. Nú hafa Bandaríkin sent þrjá hópa geimfara til geimstöðvarinnar með eldflaugum og geimförum fyrirtækisins SpaceX. Aukinn áreiðanleiki SpaceX hefur í för með sér minni áherslu á Rússa og Soyuz-eldflaugar þeirra. Þá var það í kjölfar þess að Bandaríkin og önnur ríki beittu Rússa refsiaðgerðum í kjölfar innlimunar þeirra á Krímskaga af Úkraínu, sem Rússar fóru að líta til Kína. Tvö rússnesk geimför áföst Alþjóðlegu geimstöðinni. Soyuz-geimfar og Progress.Vísir/NASA Stefnir í nýtt kapphlaup Útlit er fyrir nýtt kapphlaup á næstu árum, sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins og reisa þar geimstöð. Kínverjar stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á braut um jörðu á næstunni, mögulega á fimmtudaginn. Kínverjum hefur ekki verið leyft að koma að samstarfinu í kringum ISS vegna ótta Bandaríkjamanna á leka leynilegra gagna og þjófnaðar á tækni. Ráðamenn í Kína hafa reynt að leita að samstarfi við Evrópumenn en það hefur litlum árangri skilað. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Fyrsti hluti geimstöðvarinn er 16,6 metra langur með 4,2 metra þvermál og um 22 tonn að þyngd. Í heildina verður geimstöðin í þremur hlutum og um 66 tonn að þyngd og á hún að hýsa þrjá geimfara í hálft ár í senn. Vonast er til þess að senda geimfara til geimstöðvarinnar strax í júní, samkvæmt frétt kínverska ríkisdagblaðsins Global Times. Heilt yfir stendur til að senda um ellefu geimför vegna byggingar geimstöðvarinnar á næstu tveimur árum. Þar af fjögur mönnuð geimför. Í kjölfarið ætla Kínverjar að reisa geimstöðina með Rússum og er verið að þróa stærðarinnar eldflaug í Kína sem nota á til að skjóta meira en 50 tonnum út í geim í hverju geimskoti. Allir beina sjónum sínum að tunglinu Geimkapphlaupið er ekki nýtt. Það hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins og hefur í raun staðið yfir síðan. Ríki heimsins keppast um að vera fyrst til að gera hitt og þetta í geimnum. Í gamla daga snerist kapphlaupið að miklu leyti um tunglið og er farið að gera það aftur. Kapp er lagt á að koma mönnum þangað á nýjan leik og þaðan lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tunglið Rússland Bandaríkin Kína Artemis-áætlunin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. 20. apríl 2021 13:32 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. 20. apríl 2021 13:32
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27