Hollusta við Trump borgar sig Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 11:43 Fjáröflun þingmanna sem hafa stutt viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna í nóvember hefur gengið einstaklega vel. Uppi: Ted Cruz og Matt Gaetz. Niðri: Josh Hawley og Marjori Taylor Greene. Vísir/AP Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. Um er að ræða þingmenn sem hafa staðið við bakið á Trump í viðleitni hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna í fyrra. Forsetinn og margir þingmannanna hafa ranglega haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi kostað Trump sigur í kosningunum. Stjórnmálamenn vestanhafs hafa gefið út fjórðungsuppgjör vegna fjáröflunar þeirra og er ljóst að stuðningsmenn forsetans stóðu öðrum framar og fengu töluvert meira fé í sjóði sína en aðrir. Samkvæmt greiningu blaðamanna CNN eru kjósendur og stuðningsmenn Trumps að verðlauna þá Repúblikana sem hafa stutt forsetann fyrrverandi. Þingmaðurinn Matt Gaetz safnaði 1,8 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra safnaði hann 192 þúsund dölum. Gaetz er til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf og mögulegu mansali. Sjá einnig: Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Þingkonan umdeilda Marjorie Taylor Greene safnaði 3,2 milljónum, sem þykir gífurlega mikið og þá sérstaklega vegna þess að hún er nýbyrjuð á þingi. Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley safnaði um þremur milljónum og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz safnaði 3,6. Báðir eru líklegir til að bjóða sig fram til embættis forseta í næstu kosningum árið 2024 og báðir hafa sömuleiðis staðið þétt við bakið á Trump. Í frétt Politico segir að öldungadeildarþingmaðurinn Ben Sasse, sem hefur gagnrýnt Trump fyrir ummæli hans og áróður um kosningarnar hafi einungis safnað 130 þúsund dölum. Svipaða sögu er að segja af öðrum Repúblikönum sem greiddu ekki atkvæði með því að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. 8. apríl 2021 08:54 Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. 9. mars 2021 11:46 Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Um er að ræða þingmenn sem hafa staðið við bakið á Trump í viðleitni hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna í fyrra. Forsetinn og margir þingmannanna hafa ranglega haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi kostað Trump sigur í kosningunum. Stjórnmálamenn vestanhafs hafa gefið út fjórðungsuppgjör vegna fjáröflunar þeirra og er ljóst að stuðningsmenn forsetans stóðu öðrum framar og fengu töluvert meira fé í sjóði sína en aðrir. Samkvæmt greiningu blaðamanna CNN eru kjósendur og stuðningsmenn Trumps að verðlauna þá Repúblikana sem hafa stutt forsetann fyrrverandi. Þingmaðurinn Matt Gaetz safnaði 1,8 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra safnaði hann 192 þúsund dölum. Gaetz er til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf og mögulegu mansali. Sjá einnig: Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Þingkonan umdeilda Marjorie Taylor Greene safnaði 3,2 milljónum, sem þykir gífurlega mikið og þá sérstaklega vegna þess að hún er nýbyrjuð á þingi. Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley safnaði um þremur milljónum og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz safnaði 3,6. Báðir eru líklegir til að bjóða sig fram til embættis forseta í næstu kosningum árið 2024 og báðir hafa sömuleiðis staðið þétt við bakið á Trump. Í frétt Politico segir að öldungadeildarþingmaðurinn Ben Sasse, sem hefur gagnrýnt Trump fyrir ummæli hans og áróður um kosningarnar hafi einungis safnað 130 þúsund dölum. Svipaða sögu er að segja af öðrum Repúblikönum sem greiddu ekki atkvæði með því að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. 8. apríl 2021 08:54 Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. 9. mars 2021 11:46 Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. 8. apríl 2021 08:54
Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22
Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52
Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. 9. mars 2021 11:46
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent