Rafrænt aðgengi er jafnrétti Margrét Jóhannesdóttir skrifar 21. mars 2021 14:31 Innan veggja Háskóla Íslands koma nemendur víða að. Röskva er stúdentahreyfing sem berst fyrir hagsmunum allra stúdenta við Háskóla Íslands og rauði þráður Röskvu er jafnrétti allra til náms. Á undanförnum árum hefur verið unnið að frekari tæknivæðingu í námi við Háskóla Íslands sem hefur haft margar framfarir í för með sér. Það má sjá meðal annars með innleiðingu Canvas námsumsjónarkerfisins, rafrænu prófahaldi í Inspera og rafrænum aðgangskortum. Það sem er þó áríðandi núna er að tryggja upptökur á öllum kennslustundum og að þær séu allar aðgengilegar á netinu. Jafnframt er mikilvægt að vendikennsla sé innleidd í fleiri námsgreinum en hún hefur reynst nemendum gífurlega vel og skilar miklu. Rafrænar upptökur á kennslustundum og aukin vendikennsla tryggja jafnrétti nemenda að fyrirlestrum, meðal annars þeirra sem vinna með námi, sem eru 72% stúdenta á Íslandi. Það tryggir einnig að foreldrar sem þurfa að fara með börn sín í leikskóla sem og sækja þau fái aukinn sveigjanleika. Að sama skapi hjálpar það nemendum af erlendum uppruna sem eru að tileinka sér fagmálið á íslensku. Sömuleiðis mun það tryggja fjarnemum sömu tækifæri til velgengni í námi og nemendum sem hafa tök á því að mæta í staðkennslu. Eins og skýrt er hér að framan kemur þetta inn á marga þætti jafnréttis og við innan Röskvu ætlum að berjast fyrir því að upptökur á kennslu haldi áfram, ekki einungis á meðan á heimsfaraldrinum stendur heldur til frambúðar. Þannig viljum við nýta þá tæknivæðingu og tækniframfarir sem hafa átt sér stað í faraldrinum sem stökkpall að því að öll kennsla sé tekin upp og að tryggður sé aðgangur að upptökum með jafnrétti til náms að leiðarljósi. Höfundur er frambjóðandi Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði. Within the University of Iceland’s walls, students gather from all around. Röskva is a student organization that fights for every student’s right at the University of Iceland and the red thread throughout is equal opportunity for education. In recent years, the technological development of education in the University of Iceland has greatly improved and led to many advances. This is evident with the introduction of Canvas, the learning management system, online exams through Inspera, electronic access cards and more. The most important thing currently is securing recordings of all lectures and their availability online. Simultaneously, it is important to introduce vocational teaching to more subjects, as vocational teaching has proved many students extremely beneficial. Recorded lectures and vocational teaching secure students’ opportunity for education, including those who work alongside their studies, which 72% of Icelandic students do. These options also secure parents increased flexibility with their education, having to drop off and pick up their children at kindergarten. Furthermore, they help international students master the Icelandic language. Likewise, these options will give remote students the same opportunity for success, as students who are able to go to classes. As has been clarified above, this is a matter of equality and we in Röskva will fight for continued lecture recording, not only during the pandemic but permanently. We want the technological advancements made during the pandemic to be a starting point towards all teaching being available online with educational equality as a guiding light. The author is a Röskva candidate for The Student Council of the University of Iceland, School of Health Sciences. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Innan veggja Háskóla Íslands koma nemendur víða að. Röskva er stúdentahreyfing sem berst fyrir hagsmunum allra stúdenta við Háskóla Íslands og rauði þráður Röskvu er jafnrétti allra til náms. Á undanförnum árum hefur verið unnið að frekari tæknivæðingu í námi við Háskóla Íslands sem hefur haft margar framfarir í för með sér. Það má sjá meðal annars með innleiðingu Canvas námsumsjónarkerfisins, rafrænu prófahaldi í Inspera og rafrænum aðgangskortum. Það sem er þó áríðandi núna er að tryggja upptökur á öllum kennslustundum og að þær séu allar aðgengilegar á netinu. Jafnframt er mikilvægt að vendikennsla sé innleidd í fleiri námsgreinum en hún hefur reynst nemendum gífurlega vel og skilar miklu. Rafrænar upptökur á kennslustundum og aukin vendikennsla tryggja jafnrétti nemenda að fyrirlestrum, meðal annars þeirra sem vinna með námi, sem eru 72% stúdenta á Íslandi. Það tryggir einnig að foreldrar sem þurfa að fara með börn sín í leikskóla sem og sækja þau fái aukinn sveigjanleika. Að sama skapi hjálpar það nemendum af erlendum uppruna sem eru að tileinka sér fagmálið á íslensku. Sömuleiðis mun það tryggja fjarnemum sömu tækifæri til velgengni í námi og nemendum sem hafa tök á því að mæta í staðkennslu. Eins og skýrt er hér að framan kemur þetta inn á marga þætti jafnréttis og við innan Röskvu ætlum að berjast fyrir því að upptökur á kennslu haldi áfram, ekki einungis á meðan á heimsfaraldrinum stendur heldur til frambúðar. Þannig viljum við nýta þá tæknivæðingu og tækniframfarir sem hafa átt sér stað í faraldrinum sem stökkpall að því að öll kennsla sé tekin upp og að tryggður sé aðgangur að upptökum með jafnrétti til náms að leiðarljósi. Höfundur er frambjóðandi Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði. Within the University of Iceland’s walls, students gather from all around. Röskva is a student organization that fights for every student’s right at the University of Iceland and the red thread throughout is equal opportunity for education. In recent years, the technological development of education in the University of Iceland has greatly improved and led to many advances. This is evident with the introduction of Canvas, the learning management system, online exams through Inspera, electronic access cards and more. The most important thing currently is securing recordings of all lectures and their availability online. Simultaneously, it is important to introduce vocational teaching to more subjects, as vocational teaching has proved many students extremely beneficial. Recorded lectures and vocational teaching secure students’ opportunity for education, including those who work alongside their studies, which 72% of Icelandic students do. These options also secure parents increased flexibility with their education, having to drop off and pick up their children at kindergarten. Furthermore, they help international students master the Icelandic language. Likewise, these options will give remote students the same opportunity for success, as students who are able to go to classes. As has been clarified above, this is a matter of equality and we in Röskva will fight for continued lecture recording, not only during the pandemic but permanently. We want the technological advancements made during the pandemic to be a starting point towards all teaching being available online with educational equality as a guiding light. The author is a Röskva candidate for The Student Council of the University of Iceland, School of Health Sciences.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar