Verstu vetrarhörkur í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. febrúar 2021 19:31 Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni. Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01