Verstu vetrarhörkur í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. febrúar 2021 19:31 Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni. Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01