Neitaði að borga reikninginn á veitingastað og var vistuð í fangageymslu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2021 07:44 Lögregla heimsótti tvö veitingahús í gærkvöldi, annað vegna viðskiptavinar en hitt vegna sóttvarnabrota. Mynd/Almannavarnir Lögregla var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna konu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Konan hafði neitað að greiða reikninginn á veitingastaðnum og gaf ekki upp nafn eða kennitölu þegar lögregla kom á vettvang. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira