Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 10:41 Höfuðstöðvar BBC í London. EPA/Andy Rain Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens. Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens.
Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira