Hong Kong

Fréttamynd

Dæmdur fyrir stutt­erma­bol á grund­velli þjóðar­öryggis

Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda.

Erlent
Fréttamynd

Mesta rigning í Hong Kong í 140 ár

Gríðarlegar rigningar í Hong Kong og í fleiri borgum í suðurhluta Kína hafa framkallað mikil flóð víða en rigningin er sú mesta sem riðið hefur yfir svæðið í manna minnum.

Erlent
Fréttamynd

Var ný­mættur til Hong Kong þegar felli­bylurinn skall á

Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré.

Erlent
Fréttamynd

Minnst einn látinn vegna Saola

Fellibylurinn Saola olli töluverðum skemmdum á Hong Kong en þó minni en óttast var, þar sem hann veiktist á leið að eyjunum. Tré rifnuðu upp og brotnuðu víða og minnst einn hefur látið lífið eftir að fellibylurinn fór nærri Hong Kong og Macau í Kína.

Erlent
Fréttamynd

Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong

Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong á föstudaginn er hann var að klifra utan á húsinu. Remi Lucidi hefur klifið byggingar víða um heim á undanförnum mánuðum en hann er talinn hafa dáið er hann féll frá 68. hæð.

Erlent
Fréttamynd

Sveim­huginn Kim Ekdahl tekur við Hong Kong

Hinn 33 ára gamli Kim Ekdahl du Rietz er nýr landsliðsþjálfari Hong Kong í handbolta. Segja má að hann hafi dottið inn í starfið en hann var staddur í landinu til að læra alþjóðasamskipti.

Handbolti
Fréttamynd

Söngkonan Coco Lee er látin

Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Frægur veitinga­staður sökk

Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong.

Erlent
Fréttamynd

Carri­e Lam hefur ekki á­huga á að sitja á­fram

Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna.

Erlent
Fréttamynd

Segir nýjustu bylgju Covid bera Hong Kong ofurliði

Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir nýjustu bylgju Covid-19 sem gengur nú yfir eyjuna vera að bera heilbrigðiskerfið þar ofurliði. Smituðum hefur fjölgað hratt þar á undanförnum dögum en í byrjun mánaðarins greindust um hundrað smitaðir á hverjum degi en í gær greindust 1.300.

Erlent
Fréttamynd

Einn hamstur reyndist með Covid

Einn af 77 hömstrum sem íbúar Hong Kong skiluðu til lógunar á dögunum reyndist smitaður af Covid-19. Alls hefur rúmlega tvö þúsund hömstrum verið lógað í Hong Kong á undanförnum dögum eftir að nokkrir þeirra greindust smitaðir í gæludýrabúð.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits

Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Erlent