
Hong Kong

Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi
Tugur einstaklinga hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi fyrir að taka þátt í forkjöri sem efnt var til í aðdraganda þingkosninga í Hong Kong árið 2000.

Lögregluþjónn frá Hong Kong lést við Fossá á Skaga
Maðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær var lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist, er einnig lögregluþjónn.

Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis
Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda.

Þrír menn ákærðir í Bretlandi vegna tengsla sinna við Hong Kong
Þrír karlmenn eru í haldi lögregluyfirvalda á Bretlandseyjum og liggja undir grun um að hafa unnið fyrir öryggisyfirvöld í Hong Kong. Nákvæmar sakir liggja ekki fyrir.

Upprættu ólöglegan útflutning eðla til Hong Kong
Lögregluyfirvöld í Nýju Suður Wales hafa handtekið þrjá menn og eina konu í tengslum við ólöglegan útflutning á eðlum frá Ástralíu til Hong Kong. Lagt var hald á eðlur sem eru sagðar hafa verið 111 milljón króna virði.

Mesta rigning í Hong Kong í 140 ár
Gríðarlegar rigningar í Hong Kong og í fleiri borgum í suðurhluta Kína hafa framkallað mikil flóð víða en rigningin er sú mesta sem riðið hefur yfir svæðið í manna minnum.

Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á
Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré.

Minnst einn látinn vegna Saola
Fellibylurinn Saola olli töluverðum skemmdum á Hong Kong en þó minni en óttast var, þar sem hann veiktist á leið að eyjunum. Tré rifnuðu upp og brotnuðu víða og minnst einn hefur látið lífið eftir að fellibylurinn fór nærri Hong Kong og Macau í Kína.

Íbúar Hong Kong búa sig undir það versta
Talið er að fellibylurinn Saola geti valdið miklum skaða á Hong Kong þegar hann fer þar yfir í dag. Íbúum hefur verið gert að búa sig undir það versta.

Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong
Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong á föstudaginn er hann var að klifra utan á húsinu. Remi Lucidi hefur klifið byggingar víða um heim á undanförnum mánuðum en hann er talinn hafa dáið er hann féll frá 68. hæð.

Sveimhuginn Kim Ekdahl tekur við Hong Kong
Hinn 33 ára gamli Kim Ekdahl du Rietz er nýr landsliðsþjálfari Hong Kong í handbolta. Segja má að hann hafi dottið inn í starfið en hann var staddur í landinu til að læra alþjóðasamskipti.

Söngkonan Coco Lee er látin
Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Annað flutningaskip festist í Súesskurðinum
Flutningaskipi sem strandaði í Súesskurðinum í nótt hefur nú verið komið á flot á ný.

Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong
Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir.

Áfram lækkanir í kauphöllum
Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt.

Hætta við uppboð á beinagrind grameðlu vegna efa um sanngildi
Uppboðshúsið Christie's hefur hætt við að bjóða upp beinagrind grameðlu eftir að upp kom efi um hvort hún væri ekta eða eftirlíking. Talið var að beinagrindin myndi seljast á allt að 3,6 milljarða króna.

Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri
Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“

Risaskjár féll á dansara á tónleikum í Hong Kong
Risaskjár sem hékk fyrir ofan dansara á tónleikum cantopop-hljómsveitarinnar Mirror losnaði og datt í Hong Kong í gær. Tveir voru lagðir inn á spítala eftir slysið.

„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð
Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi.

Frægur veitingastaður sökk
Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong.

Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð
Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins.

Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram
Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna.

Segir nýjustu bylgju Covid bera Hong Kong ofurliði
Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir nýjustu bylgju Covid-19 sem gengur nú yfir eyjuna vera að bera heilbrigðiskerfið þar ofurliði. Smituðum hefur fjölgað hratt þar á undanförnum dögum en í byrjun mánaðarins greindust um hundrað smitaðir á hverjum degi en í gær greindust 1.300.

Einn hamstur reyndist með Covid
Einn af 77 hömstrum sem íbúar Hong Kong skiluðu til lógunar á dögunum reyndist smitaður af Covid-19. Alls hefur rúmlega tvö þúsund hömstrum verið lógað í Hong Kong á undanförnum dögum eftir að nokkrir þeirra greindust smitaðir í gæludýrabúð.

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits
Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Stofnandi og starfsmenn Apple Daily ákærðir fyrir uppreisnaráróður
Stofnandi dagblaðsins Apple Daily hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður af saksóknurum í Hong Kong. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir brot á umdeildum öryggislögum sem sögð eru skerða fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í héraðinu.

Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong
Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi.

Föst á þaki háhýsis í Hong Kong vegna elds
Rúmlega hundrað manns eru nú fastir á þaki stórhýsis í Hong Kong eftir að eldur upp í húsinu um hádegisbil að staðartíma í dag. Húsið sem um ræðir er þrjátíu og átta hæðir.

Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens
Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla.

Segir kosningarnar aðeins skrípaleik kínverskra stjórnvalda
Lýðræðisaðgerðasinninn Nathan Law hefur hvatt fólk til að taka ekki þátt í kosningunum í Hong Kong sem eiga að fara fram 19. desember næstkomandi. Fólk eigi að sleppa því að kjósa og þannig sýna stjórnvöldum að kosningarnar hafi ekkert lögmæti.