Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 10:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. Lögmaðurinn Karl S. Bowers Jr., sem stýrði teymi forsetans, og fjórir aðrir sem höfðu gengið til liðs við teymið, hættu skyndilega um helgina vegna deilna um vörn forsetans í hans öðrum réttarhöldum vegna ákærur fyrir embættisbrot, sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar. Fregnir fjölmiðla vestanhafs segja að þau hafi hætt vegna áherslu Trumps á að réttarhöldin snúist um innihaldslausar staðhæfingar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það vildu Bowers og hinir ekki gera, heldur vildu þau nota þá vörn að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir embættismanni sem hefði látið af embætti. Hið nýja teymi forsetans verður leitt af þeim David Schoen og Bruce L. Castor Jr. Í yfirlýsingu Trumps frá því í gærkvöldi er haft eftir Castor að stjórnarskrá Bandaríkjanna muni bera sigur úr býtum. Castor er hvað þekktastur fyrir að hafa á árum áður ákveðið að ákæra Bill Cosby ekki fyrir kynferðisbrot og felldi niður mál gegn leikaranum alræmda árið 2005. Árið 2016 bar Castor vitni fyrir hönd Cosby og sagði að ekki ætti að saksækja leikarann á nýjan leik vegna samkomulags sem Castor gerði við Cosby árið 2005. Schoen var nýverið lögmaður Roger Stone, vinar og bandamanns Trumps til langs tíma. Trump mildaði dóm Stones, sem hann hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra, í fyrra. Politico segir Schoen hafa mikla reynslu af því að koma umdeildum aðilum til varnar. Þar á meðal aðilum viðloðnum skipulagða glæpastarfsemi. Sá eini sem hefur verið ákærður tvisvar Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Eftir að Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum, þar á meðal þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings, staðhæfðu ítrekað og lengi yfir því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, stóðu stuðningsmenn hans í þeirri trú að svo væri og gera enn. Engar vísbendingar hafa þó litið dagsins ljós um þetta umfangsmikla kosningasvindl og Trump-liðum hefur ítrekað mistekist að færa sönnur fyrir því fyrir dómstólum og víðar. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, átt í basli með að verða sér út um lögmenn sem hafa viljað koma honum til varnar og hefur undirbúningur málsvarnar hans einkennst af óreiðu. Verulega litlar líkur eru þó taldar á því að forsetinn fyrrverandi verði sakfelldur í öldungadeildinni. Repúblikanar séu ekki tilbúnir til að sakfella hann en tvo þriðju þingmanna öldungadeildarinnar, eða 67, þarf til sakfellingar. Deildin skiptist nú jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins, 50-50. Fræðimenn eru flestir sammála um að stjórnarskrá Bandaríkjanna meini ekki ákærur gegn embættismönnum sem hafi látið af embætti, samkvæmt frétt AP. Þar að auki komi fram í stjórnarskrám ríkja sem séu eldri en Bandaríkin sjálf að það sé réttlætanlegt og löglegt. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Lögmaðurinn Karl S. Bowers Jr., sem stýrði teymi forsetans, og fjórir aðrir sem höfðu gengið til liðs við teymið, hættu skyndilega um helgina vegna deilna um vörn forsetans í hans öðrum réttarhöldum vegna ákærur fyrir embættisbrot, sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar. Fregnir fjölmiðla vestanhafs segja að þau hafi hætt vegna áherslu Trumps á að réttarhöldin snúist um innihaldslausar staðhæfingar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það vildu Bowers og hinir ekki gera, heldur vildu þau nota þá vörn að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir embættismanni sem hefði látið af embætti. Hið nýja teymi forsetans verður leitt af þeim David Schoen og Bruce L. Castor Jr. Í yfirlýsingu Trumps frá því í gærkvöldi er haft eftir Castor að stjórnarskrá Bandaríkjanna muni bera sigur úr býtum. Castor er hvað þekktastur fyrir að hafa á árum áður ákveðið að ákæra Bill Cosby ekki fyrir kynferðisbrot og felldi niður mál gegn leikaranum alræmda árið 2005. Árið 2016 bar Castor vitni fyrir hönd Cosby og sagði að ekki ætti að saksækja leikarann á nýjan leik vegna samkomulags sem Castor gerði við Cosby árið 2005. Schoen var nýverið lögmaður Roger Stone, vinar og bandamanns Trumps til langs tíma. Trump mildaði dóm Stones, sem hann hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra, í fyrra. Politico segir Schoen hafa mikla reynslu af því að koma umdeildum aðilum til varnar. Þar á meðal aðilum viðloðnum skipulagða glæpastarfsemi. Sá eini sem hefur verið ákærður tvisvar Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Eftir að Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum, þar á meðal þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings, staðhæfðu ítrekað og lengi yfir því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, stóðu stuðningsmenn hans í þeirri trú að svo væri og gera enn. Engar vísbendingar hafa þó litið dagsins ljós um þetta umfangsmikla kosningasvindl og Trump-liðum hefur ítrekað mistekist að færa sönnur fyrir því fyrir dómstólum og víðar. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, átt í basli með að verða sér út um lögmenn sem hafa viljað koma honum til varnar og hefur undirbúningur málsvarnar hans einkennst af óreiðu. Verulega litlar líkur eru þó taldar á því að forsetinn fyrrverandi verði sakfelldur í öldungadeildinni. Repúblikanar séu ekki tilbúnir til að sakfella hann en tvo þriðju þingmanna öldungadeildarinnar, eða 67, þarf til sakfellingar. Deildin skiptist nú jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins, 50-50. Fræðimenn eru flestir sammála um að stjórnarskrá Bandaríkjanna meini ekki ákærur gegn embættismönnum sem hafi látið af embætti, samkvæmt frétt AP. Þar að auki komi fram í stjórnarskrám ríkja sem séu eldri en Bandaríkin sjálf að það sé réttlætanlegt og löglegt.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01
Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07
Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51